Heizzi wrote:
Quote:
BMW er ekkert mörgum árum á undan öllum öðrum í tækniþróun. Það er bara bull. BMW eru með tæknivæddari bíla heldur en meðalbíllinn, það er alveg ljóst, en þeir eru ekkert sér á báti og vitleysa að tala um BMW sem einhver mörg ár á undan öllum öðrum bílum.
Ó gesturinn, I BEG TO DIFFER. Það eru dýrari tegundirnar á markaðinum sem ryðja brautina fyrir hina ódýrari bílaframleiðundur hvað tæknibúnað varðar. Til að mynda, ABS bremsur sem nú eru orðnar staðalbúnaður í flestum gerðum bíla...
Engine Check, það er eitthvað sem sást fyrst í dýrari bílunum, fyrir þá sem ekki vita hvað ég er að tala um þá er ég að tala um litla tölvukubbinn í lyklinum sem er forritaður þannig að bíllinn leyfi þér að starta...
Og svo smærri atriði (kannski engin hátækni en samt sem áður merki um það að framleiðandinn er á undan í hugsun), þá er ég til dæmis að tala um þennan einfalda hlut sem eru pumpur til að halda húddinu opnu, þetta er einhvað sem hinir bílaframleiðendurnir eru fyrst í dag að átta sig á að gæti verið sniðugt.
Og annað sem er í mínum bíl, '93 árgerð, og mér finnst alveg bráðsniðugt. En það er svona "skíðapoki" en hann virkar þannig að þú leggur armpúðann aftur í niður og dregur út þennan "skíðapoka og þannig geta skíðin legið í poka fram í bílinn án þess að skaða innrétinguna
Þetta sá ég í Mótor um daginn í að ég held Peugot sem verið var að reynsluaka, karlinn þar var allavega hrifinn af þessu
Jú jú BMW bilar eins og aðrir bílar, of mikið veit ég ekki. En gesturinn, BMW ekki síður en Mercedes Benz já og Porsche eru svo sannarlega mörgum árum á undan í tækniþróun og hönnun á bílum.
Rétt að í mörgum tilfellum þá eru það dýrari gerðirnar sem ryðja veginn, en BMW hefur ekki verið leiðandi í þeim ruðningi, í þeim skilningi að vera með einhverja nýsköpun eins og þú ert að gefa í skyn. BMW hefur aðallega bara tekið upp sniðugar uppfinningar, en þeir gera það mjög fljótt, en það gerir BMW ekki að leiðandi tegund að mínu mati. Að langmestu leyti hefur það verið Benz sem hefur leitt aðrar tegundir hvað tækniþróun varðar. Benz S-lína var til dæmis fyrsti fólksbíllinn til að nota ABS. Benz og BMW voru samt hvorugir leiðandi með líknarbelgi (airbags). Það sem þú sagðir áðan sem ég var á móti var að BMW sé mörgum árum á undan öðrum bílum. Jújú, þeir eru á undan mörgum bílum, en það er bull, eins og ég sagði, að segja að þeir væru á undan öllum bílum eins og þú gafst í skyn.
Þetta er það sem Heizzi wrote:
En þið verðið átta ykkur á því að BMW er alltaf mörgum árum á undan öðrum bílaframleiðendum í tækniþróun og má þá kannski skýra þessar bilanir af því þeir hafi einfaldlega ekki fullkomnað tækninýjungarnar nógu vel og er þá um einhverjar fínpússningar að ræða.
Þetta skýrir einmitt ekki hvers vegna BMW bilar mun meira heldur en Benz, sérstaklega þar sem að Benz hafa verið fyrr með tækninýjungir heldur en BMW. Þess vegna fannst mér þetta vera bull og finnst það ennþá. Hvorki er það þannig að BMW séu leiðandi né er það þannig að þeir bila minna heldur en aðrir tæknivæddir bílar.
Talandi um skíðapoka, þá er það Bandarískt fyrirbæri og er því í öllum bílum fyrir bandarískan markað, BMW eða ekki BMW. Ástæðan fyrir hrifningu blaðamannsins var bara sú að sjaldgæft er að sjá þannig í bílum í evrópu, öðrum en þeim eru frekar dýrir.
Bebecar wrote:
BMW og Porsche hafa báðir verið mörg ár á undan samtíð sinni og fljótir með nýjungar.
EN það skiptir sosem ekki máli. Ég geri mér alveg grein fyrir því að margir hafa lennt í vandræðum með sína BMW bíla. Ég hef hinsvegar ekki lent í því.
Það stendur líka óhaggað það sem ég sagði með unga ökumenn. Enda segir það sig sjálft að fyrir samskonar upphæðir og japanskir bílar fást á ertu að fá 5-6 árum eldri BMW og auðvitað miklu meira ekinn! Er þá ekki líklegt að komið sé meira viðhald og líklegt að það geti endað með ósköpum ef menn sinna því ekki?
Á undan samtíð sinni?? Hvað ertu eiginlega að tala um? Meinar þú að BMW sé til dæmis á undan Benz??? Eða ertu kannski að tala um á undan Daewoo, því þetta er mjög leiðandi fullyrðing hjá þér. Það má segja að BMW sé á undan samtíð sinni, en þeir eru ekki á undan Benz og þetta er ALLS EKKI ástæðan fyrir því að BMW bili þetta mikið og mun meira en Benz og MIKLU meira heldur en dýrir japanskir bílar.
Þetta seinna er reyndar nokkuð góður punktur og hefur kannski eitthvað að segja en er samt ekki skýringin á því að BMW bili MIKLU meira en Lexus og meira en Benz og meira en margir dýrir bílar, sem einnig eru í sömu stöðu og BMW. Heldur þú kannski að BMW séu einu dýru bílarnir sem til eru???? Þú ert aðallega að bera BMW saman við Toyota og Mözdu og heldur því fram að vegna þess að BMW er í allt öðrum verðflokki heldur en Toyota og Mazda þá séu eldri BMW jafndýrir og nýjar Toyota og Mazda, sem er auðvitað alveg rétt. En BMW, bornir saman við aðrar dýrar tegundir, þá koma þeir ekki vel út úr þessu. BMW hefur, sérstaklega í gamla daga, verið ódýrari heldur en Benz.
Ef það það væri ekki fyrir samanburðinn þá væri ekkert hægt að segja að BMW bili mikið, enda væri þá ekki hægt að miða við neina aðra bíla. Hinsvegar er alveg ljóst að BMW bilar meira heldur en MARGAR tegundir, og ekki bara meira heldur en ódýrari bílar, heldur bilar BMW meira heldur en margar tegundir, jafnvel þeim sem eru álíka tæknivæddir og þeir sjálfir. Þess vegna finnst mér þetta fáranleg rök og bara enn ein afsökunin. Á samt ekkert að vera illa meint.
