Þetta finnst mér bara hálfvitalegt... að leggja í tvö stæði (er náttúrulega ekkert nema frekja!!!) er algjör óþarfi - ef honum er annt um bílinn sinn þá getur hann bara drullast til að labba og leggja bílnum lengra í burtu þar sem er nóg af lausum stæðum.
Hann þyrfti varla að troða bílnum í tvö stæði ef hann væri með nóg af stæðum í kringum sig... í stað þess er fullt af fólki sem að bölvar honum í sand og ösku vegna þess að það er stæði nálægt sem ætti að vera laust.
Ég held ég yrði alveg jafn pirraður og þessi gamli karl... held ég myndi bara leggja mig fram við það að troða mér við hliðina á honum eða parkera innkaupakerrunni í þetta fína pláss sem hann hefur skapað við hliðina á bílnum sínum...
Svo þoli ég heldur ekki þegar fólk leggur bílunum sínum uppá gangstétt þannig að maður kemst ekki framhjá - þá er stysta leiðin beint yfir bílinn og mér finnst allt í lagi að fara þá leið þegar fólk sýnir svona dónaskap!
Svo finnst mér bara lélegt að gera öðrum erfiðara fyrir vegna þess að maður sjálfur nennir ekki að labba aðeins lengra.
Hvað gerið þið með steinkast - keyrið þið alltaf 200 metra á eftir næsta bíl eða spítið þið í og takið framúr og ausið grjóti yfir hann í staðinn?