Persónulega myndi ég taka 996 Carrera 2 sem all round bíl en...
ég myndi segja TVR ef þú ætlar að reyna að skapa einhvern wow factor. Sá einn T350 fyrir viku síðan en það var líka sá fyrsti í langan tíma öfugt við Ferrari 360 og Gallardo sem eru hér mjög algengir. Í München sér maður reyndar mun fleiri 360 heldur en 355 bíla. Það sem myndi hræða mig við nýlegan Ferrari er viðhalds- og tryggingakostnaður og eins og nefnt var hér áðan: Ef þú hefur ekki efni á að kaupa þá nýja þá hefurðu ekki efni á að reka þá notaða.
Í annað sætið myndi ég kjósa 993 Turbo eða BMW M3 E46 og fullt af pening afgangs í dekk og bensín. CSL er kannski meira hardcore á track en venjulegur M3 en þá er líka eins gott að gaurinn sem keypti hann nýjan hafi hakað við loftkælingu í aukahlutalistanum (ímyndaðu þér að sitja um sumar í stau á leiðinni á trackið án loftkælingar).
Svo er bara spurning um að gera þetta almennilega, láta mestalla praktík lönd og leið og taka bílinn sem myndi taka alla bíla á þessum lista í nefið og ég er búinn að slefa yfir síðustu tíu ár: TVR Cerbera
Vandamálið er að hann var framleiddur áður en gæðaátak Mr. Smolenski hófst.
