Jæja, tími fyrir update
Það sem er að frétta er :
*Bílinn er að sjálfsögðu kominn úr viðgerð fyrir löngu og lítur bara mjöög vel út
*Rieger þakspoilerinn sem ég keypti fyrir löngu er sprautaður og kominn á
*Felgurnar mínar eru sprautaðar svartar en kannturinn er að verða
póleraður, er núna að pimpa burstað ál lúkkið
*Framstefnuljósin sprautuð svört, mjög umdeilt en ég er að sækjast eftir blacked out lúkkinu og þetta flowar bara vel að mínu mati
*Bílinn fór í yfirhalningu hjá TB, skipt um olíu, síur, kerti, stýrisstöng og enda og hjólstilltur. Þetta breytti bílnum alveg helling, kertin voru ónýt og bensínsían alveg stífluð, bílinn allt annar á eftir og núna er hann alveg hættur að fylgja hjólförunum í veginum
Og núna að því skemmtilega
:D
Læst drif er búið að vera efst á listanum lengi en það kemur alltaf eithvað uppá sem liggur meira á
Núna í haust fóru bremsurnar mínar, þeas klossarnir að framan eru báðir búnir, diskurinn vinstra meginn að framan illa orpinn og allir diskarnir bara að verða komnir á tíma.
Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá á ég mjög erfitt með að endurnýja hluti bara með orginal pörtum og eins og venjulega þá fór ég út í smá overkill
Ég var semsagt að panta mér E46 330 bremsu calipera og festingar, þetta er þekkt úti sem "oem big brake kit"
Þetta eru semsagt 325x25mm (286X22mm stock) diskar að framan og 294 x 19mm (280 x 10 stock) að aftan.
Er núna að leita mér að viðeigandi diskum og klossum en þeir verða pantaðir á morgun
Þannig að þetta er ástæðan fyrir því að ég er að selja 15" vetrardekkin mín af því að eftir nokkra daga kemst ekkert minna en 17" undir hjá mér
Nýjar myndir af bílnum koma asap og ég ætla að vera duglegur að taka myndir af nýju bremsunum þegar þær koma
