Ég hef töluverða reynslu af suðuvinnu, mér sýnist að þú sért að pæla í að kaupa svona "hobby" vél, vél sem gott er að hafa við höndina í bílskúrnum, í þetta bíla dót sem þú ert að hugsa um þá held ég að ekkert annað en MIG/MAG vél komi til greina, það má auðveldlega sjóða "þunnt" efni með henni og einnig þykkt það er 3-4 mm efni sem mundi kallast þykkt þegar kemur að "hobby" vinnu. Pinna suðua er alveg út úr myndini bæði mundirðu brenna bara gat á flesta þá fínni hluti sem þú ætlar þér að sjóða svo þarf töluvert meiri færni í að sjóða með pinna heldur en MIG/MAG til að ná viðundandi árangri í bílskúrsvinnu

Varðandi að nota kolsýru sem hlífðargas í svona "hobby" suðu held ég að sé ekki hagkvæmt þar sem þú færð meira fruss og læti heldur en ef þú notar svokallað blandgas svo sem MISON 18 sem er kolsýrublndað eðalgas.
Ég er nær viss um að ef þú ætlar að nota svona suðuvél bara "hobby" í bílskúrnum þá séu Ístækni og Sindri ekki alveg réttu staðirnir til að leita á ég mundi frekar fara í Verkværalagerinn eða svipaða búð og athuga hvort þeir eigi ekki fína bílskúrsvél handa þér, ég er nokkuð viss um að þær verði ódýrari, það er ef peningar skipta máli hér.
Þú verður líka að athuga að þegar þú er með MIG/MAG suðu og reyndar TIG suðu þá þarftu að leigja gashylki af ISAGA og það er ekki ódýrt

ætli það sé ekki ca. 12.000 kr ár ári fyrir utan fyllingu og að þú þarft að kaupa þrýstijafnara á gashylkið því á hylkinu eru ca. 200 Bar þrýstingur sem þarf að fella áður en gasið fer inn á vélina.
Varðandi TIG suðu þá mætti líkja henni kannski við logsuðu nema bara með rafmangsgeisla í staðin fyrir gaslogann, ég mundi segja að hún henti ekki í það sem þú ert að hugsa um, TIG er viðkvæm fyrir óhreinindum í gurnnefninu, svo hitar TIG suðua efnið mikið því hún er tiltölulega hæg miðað við aðrar aðferðir og þá verpis (aflagast) vinnslustykkið mikið.
Það er eflaust margt fleyra sem má nefna í þessari samantekt en þér er velkomið að spurja ef það er eitthvað fleyra sem þig vantar að vita, og vonandi get ég svarað því.