Arnar wrote:
Hvernig er með innflutning á bílum frá þýskalandi. Er maður með einhverja
tryggingu þegar borgað er inná e-h reikninga ? Eða tekur maður bara
áhættuna á að innflutningsaðilinn sé heiðalegur.
Borgar maður innflutningsaðilanum eftir að bíllinn er kominn í hendurnar
eða áður en hann byrjar að leita að bílnum ?
Ertu að tala um innflutningsaðila á Íslandi, t.d Georg í Úranus?
Ef svo er þá færð þú ávísun fyrir þeirri upphæð sem þú borgar honum fyrirfram sem tryggingu.
Það þarf alltaf að borga lágmark 5-700 fyrirfram en síðan getur innflutningsaðilinn fjármagnað restina af bílnum og þú greiðir það þegar þú færð bílinn afhendan.
Eins og þetta var hjá mér þá fjármagni Georg kaupin en ég greiddi fyrirfram 500 þús. Þegar bíllinn var kominn á númer og skráður á Úranus þá tók ég bílinn og tók lán fyrir honum í Sjóva og lét millifæra upphæðina inn á Georg og borgaði honum það sem vantaði upp á. Við hittumst síðan og skrifuðum undir eigandaskipti.
_________________
Tony Montana - BBS LM CREWE36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM
http://www.e30.is