Þórir wrote:
Sæll nú get ég ef til vill miðað af reynslu minni en ég keypti mér nýverið 523i bíl í Þýskalandi og lét flytja inn fyrir mig.
Bíllinn sem ég keypti er besti og skemmtilegast bíll sem ég hef átt og með þeim betri sem ég hef prófað. Bæði er hann góður í rekstri, miðað við hvað maður er að fá ( útbúnaður, kraftur, þægindi), og ég hef ekki enn rekið mig á bilanir annað en eitthvað mjög smávægilegt. Varðandi eyðslu get ég með sanni sagt að minn hafi komið mér mjög á óvart, í langkeyrslu var minn að eyða heilum líter minna á 100 km. en bíll vinar míns: 2004 Toyota Corolla.
Varðandi þennan haug af bílum sem eiga að vera til sölu hér á landi þá hef ég ekki enn orðið var við hann. Mér var sagt að þessir bílar væru hér á hverju strái og miklu ódýrara en að flytja inn sjálfur en það varð ég aldrei var við. Jú, að vísu er nokkuð til af notuðum 96-98 módel af 540 bílum, en ég gat ekki séð neitt framboð af viti af 520-523-528-535 bílum og þeir fáu sem ég sá voru hreint ekki frambærilegir og margir þeirra búnir að ganga milli eiganda, en slíkt er sjaldan góðs viti. Ódýrari voru þeir, en blessunarlega vil ég frekar borga aðeins meir en fá þá betur með farinn bíl.
Ég er síðan sammála orðunum hér að ofan að mögulegur sparnaður sé fljótur að fara ef varan sem þú kaupir reynist síðan gölluð. Frekar finna þér betra eintak, borga aðeins meir, og njóta þess síðan. Það er líka eitt sem má ekki gleyma, það er ekki auðvelt að losna við gamlan, notaðan og dýran BMW og þá getur verið gott að vera með eintak sem er með pottþétta eigendasögu, gott viðhald o.s.frv.
Að lokum vil ég hvetja þig til þess að fá þér E-39. Þetta eru hreint út sagt æðislegar kerrur, allt í senn sportlegir og þægilegir.
Vá maður.. eftir þessa lesningu liggur við að ég fari að selja minn og fái mér E-39
En svo ég komi inn á aðra línu en þetta tuð í mér hérna fyrr á þræðinum að þá hef ég átt 8 stykki BMW á 12 ára tímabili og kynnt mér þá þokkalega vel og miðað við það sem ég hef séð og heyrt þá er stefnan hjá mér að fá mér næst E-39 540i bíl. Þetta virðist vera mjög vel lukkaðir bílar E-39.