bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 18:35

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 39 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Sun 18. Sep 2005 16:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Prófaðu þetta.

Mín reynsla er góð af Alpina. Vinur minn átti 2000 módel af 523i beinskiptum og það var djók hvað sá bíll fór með lítið bensín. Engar sérstakar bilanasögur af hvorugum bílnum.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Sæll.
PostPosted: Sun 18. Sep 2005 17:14 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Sæll nú get ég ef til vill miðað af reynslu minni en ég keypti mér nýverið 523i bíl í Þýskalandi og lét flytja inn fyrir mig.

Bíllinn sem ég keypti er besti og skemmtilegast bíll sem ég hef átt og með þeim betri sem ég hef prófað. Bæði er hann góður í rekstri, miðað við hvað maður er að fá ( útbúnaður, kraftur, þægindi), og ég hef ekki enn rekið mig á bilanir annað en eitthvað mjög smávægilegt. Varðandi eyðslu get ég með sanni sagt að minn hafi komið mér mjög á óvart, í langkeyrslu var minn að eyða heilum líter minna á 100 km. en bíll vinar míns: 2004 Toyota Corolla.

Varðandi þennan haug af bílum sem eiga að vera til sölu hér á landi þá hef ég ekki enn orðið var við hann. Mér var sagt að þessir bílar væru hér á hverju strái og miklu ódýrara en að flytja inn sjálfur en það varð ég aldrei var við. Jú, að vísu er nokkuð til af notuðum 96-98 módel af 540 bílum, en ég gat ekki séð neitt framboð af viti af 520-523-528-535 bílum og þeir fáu sem ég sá voru hreint ekki frambærilegir og margir þeirra búnir að ganga milli eiganda, en slíkt er sjaldan góðs viti. Ódýrari voru þeir, en blessunarlega vil ég frekar borga aðeins meir en fá þá betur með farinn bíl.

Ég er síðan sammála orðunum hér að ofan að mögulegur sparnaður sé fljótur að fara ef varan sem þú kaupir reynist síðan gölluð. Frekar finna þér betra eintak, borga aðeins meir, og njóta þess síðan. Það er líka eitt sem má ekki gleyma, það er ekki auðvelt að losna við gamlan, notaðan og dýran BMW og þá getur verið gott að vera með eintak sem er með pottþétta eigendasögu, gott viðhald o.s.frv.

Að lokum vil ég hvetja þig til þess að fá þér E-39. Þetta eru hreint út sagt æðislegar kerrur, allt í senn sportlegir og þægilegir.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 18. Sep 2005 18:10 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 31. Jul 2005 19:06
Posts: 69
Quote:
Varðandi þennan haug af bílum sem eiga að vera til sölu hér á landi þá hef ég ekki enn orðið var við hann. Mér var sagt að þessir bílar væru hér á hverju strái og miklu ódýrara en að flytja inn sjálfur en það varð ég aldrei var við. Jú, að vísu er nokkuð til af notuðum 96-98 módel af 540 bílum, en ég gat ekki séð neitt framboð af viti af 520-523-528-535 bílum og þeir fáu sem ég sá voru hreint ekki frambærilegir og margir þeirra búnir að ganga milli eiganda, en slíkt er sjaldan góðs viti. Ódýrari voru þeir, en blessunarlega vil ég frekar borga aðeins meir en fá þá betur með farinn bíl.


nákvæmlega! :)
thx Þórir!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Sæll.
PostPosted: Sun 18. Sep 2005 20:50 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
Þórir wrote:
Sæll nú get ég ef til vill miðað af reynslu minni en ég keypti mér nýverið 523i bíl í Þýskalandi og lét flytja inn fyrir mig.

Bíllinn sem ég keypti er besti og skemmtilegast bíll sem ég hef átt og með þeim betri sem ég hef prófað. Bæði er hann góður í rekstri, miðað við hvað maður er að fá ( útbúnaður, kraftur, þægindi), og ég hef ekki enn rekið mig á bilanir annað en eitthvað mjög smávægilegt. Varðandi eyðslu get ég með sanni sagt að minn hafi komið mér mjög á óvart, í langkeyrslu var minn að eyða heilum líter minna á 100 km. en bíll vinar míns: 2004 Toyota Corolla.

Varðandi þennan haug af bílum sem eiga að vera til sölu hér á landi þá hef ég ekki enn orðið var við hann. Mér var sagt að þessir bílar væru hér á hverju strái og miklu ódýrara en að flytja inn sjálfur en það varð ég aldrei var við. Jú, að vísu er nokkuð til af notuðum 96-98 módel af 540 bílum, en ég gat ekki séð neitt framboð af viti af 520-523-528-535 bílum og þeir fáu sem ég sá voru hreint ekki frambærilegir og margir þeirra búnir að ganga milli eiganda, en slíkt er sjaldan góðs viti. Ódýrari voru þeir, en blessunarlega vil ég frekar borga aðeins meir en fá þá betur með farinn bíl.

Ég er síðan sammála orðunum hér að ofan að mögulegur sparnaður sé fljótur að fara ef varan sem þú kaupir reynist síðan gölluð. Frekar finna þér betra eintak, borga aðeins meir, og njóta þess síðan. Það er líka eitt sem má ekki gleyma, það er ekki auðvelt að losna við gamlan, notaðan og dýran BMW og þá getur verið gott að vera með eintak sem er með pottþétta eigendasögu, gott viðhald o.s.frv.

Að lokum vil ég hvetja þig til þess að fá þér E-39. Þetta eru hreint út sagt æðislegar kerrur, allt í senn sportlegir og þægilegir.


Vá maður.. eftir þessa lesningu liggur við að ég fari að selja minn og fái mér E-39 :lol:

En svo ég komi inn á aðra línu en þetta tuð í mér hérna fyrr á þræðinum að þá hef ég átt 8 stykki BMW á 12 ára tímabili og kynnt mér þá þokkalega vel og miðað við það sem ég hef séð og heyrt þá er stefnan hjá mér að fá mér næst E-39 540i bíl. Þetta virðist vera mjög vel lukkaðir bílar E-39.

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 18. Sep 2005 22:14 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 25. Oct 2003 19:40
Posts: 151
Location: Grafarvogur
Bíllinn sem þú linkar er hvað, ´96 módel og á að vera keyrður 49.000 km. Hann virðist fallegur. Maður hefur nú samt stundum heyrt if it sounds to good to be true... it´s to good to be true. Auðvitað eru til mjög lítið keyrðir bílar en maður verður að fara mjög varlega og skoða sögu bílsins, þjónustubók er MUST. Ég hef ekkert heyrt um vélina í þessum 528 bílum. 540 bílarnir virðast vera algjört bargain að flytja inn þessa dagana og hægt að spara slatta af pening með því. Ég hef ekki heyrt slæma hluti um E39 bílana og líklegast myndi ég flytja inn 540 bíl ef ég ætti peninginn í það í dag. Þeir eyða MJÖG litlu miðað við 4,4 lítra, 8 strokka, 286 hestafla bíl 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 18. Sep 2005 22:51 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Ég mæli hiklaust með að menn kaupi sér 540 bíl, en menn verða samt að gera sér grein fyrir að þetta eru 8 cyl bílar með 4,4 lítra vél og geta því ekki ætlast til þess að þeir eyði eins og smábílar :wink:

Maður hefur heyrt allskonar sögur varðandi eyðsluna á þeim og að þeir geti alveg farið niður í 12 ltr/100 innanbæjar. Mér finnst það reyndar ekki raunhæft því ef menn ætla að ná því þá geta þeir alveg eins fengið sér einhvern ömmubíl því bíllinn er bara svo skemmtilegur að maður vill gefa honum af og til. 8) Minn bíll er að eyða um 15 ltr á hundraðið innanbæjar og það er ekki sparakstur, þannig að auka 3 ltr/100 eru ekki mikið fyrir aukið skemmtanagildi :D

Það er nokkuð til af þessum 540 bílum hérna heima og líklega hægt að gera mjög góð kaup. Ég hinsvegar ákvað að flytja minn inn frá Þýskalandi því þar er auðvitað mun meira úrval og líklegra að maður finni sér bíl eftir sínu höfði.

Lokaorð: e39 540 er án efa skemmtilegasti alhliðabíll sem ég hef átt, fínn fjölskyldubíll með sportlega eiginleika.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Sep 2005 12:55 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. Nov 2003 21:20
Posts: 104
Ég er stoltur eigandi 523 og get ekki hugsað mér að vera neitt annað. Auðvita væri gaman að eiga 540 eða M-bíl en ég þarf þess ekki.

Ég ek oftast eins og maður en þegar mig langar að spretta úr spori er bíllinn meira en tilbúinn að leika með mér...í raun hef ég ekkert að gera með meira afl.

Eyðslan er ekkert óeðlileg miðað við þyngd og kraft og er ekki að setja mig á hausinn.

Búinn að eiga hann í 2 ár og hann er ekinn 120þús. Fyrr á þessu ári gafst hvarfakúturinn upp (því reddað í hvelli og bíllinn skemmtilegri fyrir vikið) og nú seinustu helgi setti ég nýja bremsudiska, klossa og handbremsuborða í (allt draslið kostaði mig undir 30þús, með símhringingum og smá fyrirhöfn). Svo það er ekki hægt að segja að þeir séu eitthvað sérstaklega dýrir í viðhaldi...nema auðvita ef fólk er ekki í neinni aðstöðu til að redda sér sjálft.

Og í lokinn þá er þetta bara ofboðslega fallegur og þægilegur bíll (að mínu mati...hverjum þykir sinn fugl fagur, er það ekki)

Í stuttu máli þá elska ég bílinn minn :bow: og ef kirkjan væri ekki svona þver myndi ég giftast honum :biggrin:

_________________
'88 Drusla
'88 Drusla
'99 Ekki eins mikil en samt drusla
'97 BMW 523 E39
'04 BMW X5 E53


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Sep 2005 19:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
heh, já, niður með kirkjuna!

En ég er mjög sáttur við minn E39, öll þau þægindi sem ég þarf, og mér persónulega finnst hann flottur. (þó fólk hafi verið að dissa boruðu og slottuðu diskana sem voru btw undir honum þegar ég fékk hann)

Minn 520i er að eyða undir 12 lítrum á 100km, hef samt ekki farið neðar en 11 lítra. Þá miða ég við heila tanka, svo bíllinn er auðvitað að eyða minna í langkeyrsu og meira innanbæjar.

Ég myndi persónulega ekki kaupa mér E39 án topplúgu. Hún gerir bara það mikið fyrir hann IMO, bæði hvað varðar look og svo bara þægindi.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Sep 2005 19:27 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 31. Jul 2005 19:06
Posts: 69
já topplúga er must! leiður líka fynnst mér... :P


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Sep 2005 20:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 03. Oct 2004 18:59
Posts: 68
Location: Garðabær
Ég hef verið að gæla við að fá mér e39 og þá fullvaxinn 540.. Langar hrikalega að fá mér svoleiðis lúxuskerru.. Hef kynnt mér helling um hann og ég sé ekkert sem fælir mig frá honum.. gangi þér vel félagi :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Sep 2005 23:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Það er satt, ætli bestu kaupin séu ekki í 540i.

Auðvitað fengi maður sér bíl með leðri, en ef ég þyrfti að velja á milli leðurs eða lúgu þá myndi ég velja lúguna.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Sep 2005 01:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
e39 án leðurs en svona eins og chick with dick, sumir geta kannski lifað með því en fyrir mér er þetta prinsip atriði

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Sep 2005 01:35 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 24. Aug 2003 20:11
Posts: 1121
Location: Rvk
Svezel wrote:
e39 án leðurs en svona eins og chick with dick, sumir geta kannski lifað með því en fyrir mér er þetta prinsip atriði


HAHAHA góður...

En hvað er málið að með að hæla e39 í gríð og erg núna VAR að selja minn 540iA :(

En það er rétt hjá þeim sem fyrr hafa talað, þetta eru æðislegir bíla og þá sama hvort þú ert á 523 eða 540 hef verið á báðum, og bara spurning um kraft og smá aukabúnað.

Sambandi við bilanir er mín reynsla og minna vina ekki það slæm, auðvita geta sumir lend í "eintaki" sem er alltaf að bila. En ef þú kaupir svona gamlan bíl er náttúrulega nokkrir hlutir sem gætu verið að fara eða þarf að skipta um. Eðlilegt slit(hlutir) þoli ekki þegar fólk tekur það sem "bilað"...

Point: Mundi ekki hika við að kaupa e39, ef þú kemst í gott eintak...

_________________
Núið:
BMW 730d '04


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Sep 2005 08:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Eggert wrote:
Það er satt, ætli bestu kaupin séu ekki í 540i.

Auðvitað fengi maður sér bíl með leðri, en ef ég þyrfti að velja á milli leðurs eða lúgu þá myndi ég velja lúguna.

Þessu er ég algerlega ósammála! Nota topplúguna sama og ekki neitt. Það er náttúrulega kúl að hafa topplúgu og getur komið sér vel, en enganvegin eitthvað möst.

Leður er að hins vegar eitthvað sem verður að vera, það er miklu flottara og auðveldara við að eiga en tau!

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Sep 2005 09:42 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 15. Nov 2003 21:20
Posts: 104
Minn er ekki með leðri...og mér finnst bara ekkert að því...ég er ekki dickchick!!!Þórir...segðu að ég sé ekki dickchick...er það nokkuð... ÞÓRIR, ÉG ER EKKI DICKCHIK!!!!!!

Leður eða tau??? Hef ekki átt leðurbíl en er með góð tausæti (þegar ég keypti hann sannfærði Bjarki mig um að þetta væru e-r rosaflott sæti) og mér líður vel í þeim og persónulega langar mér ekki í leður, don't see the point. En sjálfsagt eru flestir ósammála mér.

Er með topplúgu, sem er þægileg snilld...en er hún algjört möst? A/C-ið svínvirkar og climacontrol-ið er ótrúlega snjallt.
Ég myndi ekki vilja láta lúguna frá mér, en ef hún hefði ekki verið á bílnum hefði ég samt keypt hann.

Þetta er allt spurning um hvað þú þarft, hvað þú vilt og hvað þú hefur efni á.
What to do, what to do, what to do :hmm:

_________________
'88 Drusla
'88 Drusla
'99 Ekki eins mikil en samt drusla
'97 BMW 523 E39
'04 BMW X5 E53


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 39 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 28 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group