Sælir.
Nú var minn að kaupa sér bíl frá Þýskalandi. Ég ákvað að gera þetta sjálfur þar sem ég var í Evrópu og langaði líka að keyra bílinn aðeins á alvöru vegum... og sé ekki eftir því!
En mig langaði að vita hvort einhverjir snillingar hér geta svarað einni spurningu fyrir mig varðandi endurgreiðsluna á vsk. Tollurinn úti stimplaði pappíra og mér skilst að tollurinn í þeirri höfn sem bíllinn er sendur frá þurfi að gera það líka og svo þarf ég að senda pappírana til bílasalans.
Spurningin er hvaða pappíra er þetta sem þarf að stimpla og hver þarf að stimpla þá. Eimskip segist ekki stimpla neitt, né tollurinn þegar hann fer úr landi.
Sendi ég síðan frumritið, eða ljósrit til bílasalans.
Vona að einhver hafi svör við þessu fyrir mig.