gstuning wrote:
Áhugamaður
Þetta er spjallvefur um BMW ,
þetta er ekki vefur þar sem að þú getur komið öllum þeim BMW sem eru til sölu hjá þér á netið ókeypis á þann markhóp sem er líklegastur til að kaupa BMW,
...Bíddu, ég skil ekki alveg þetta concept hérna!
Er þetta ekki win-win situation sem við erum að glíma við?!?
Við sem bílaáhugamenn (flestir jú um BMW) og margir hverjir ávallt að skoða, spá og spögulera í kaupum og sölum á slíkum gripum. Hann sem sölumaður, veit um ,,áhugaverða BMW-a" sem eru falir og bendir okkur á þá.
Er hann ekki eiginlega að vinna hluta af vinnunni okkar, þ.e.a.s. við vitum að allir okkar flettum af og til upp vefum líkt og
www.bilasolur.is, þar sem við skönnum markaðinn (og aftur nefni ég flestir um BMW) og athugum hvort e-ð nýtt sé falt.
Ég skil hugtakið ,,misnotkun" og get ekki séð að um misnotkun sé að ræða fyrr en þetta er farið að hafa veruleg áhrif á vefinn og orðið okkur (spjallverjum) til ama, margir hérna hafa auglýst sitthvora bílana með stuttu millibili, ef hverju er það ekki frekar misnotkun en þetta. Let's face it, þeir sem eru að auglýsa hérna til sölu eru jú að reyna að nýta sér fría auglýsingu til að sleppa við óþarfa kostnað.
Mætti hann (áhugamaður) t.d. sem einstaklingur logga sig inn sem einhver allt annar og benda á þessa bíla til sölu fyrir ,,félaga" sinn, líkt og margir gera?
Eða ætlaru að takmarka við að bílar séu á söluskrá (líkt og svo margir bílar sem eru til sölu eru)?
Eða á að taka bara fyrir að bílasalar auglýsi hérna af og til einhverja bíla sem jú eins og þú segir svo sannarlega tilheyra þessum markhópi. Og þá gætu bílasalar ekki einu sinni auglýst sína eigin bíla til sölu.
Æji, ég er ekki alveg að skilja þetta, en myndi jú skilja ef um ítrekaða misnotkun væri að ræða. Heldur ekki eins og þessi tiltekni bílasali sé að ginna okkur til kaupa á Subaru Legacy með fellihýsi.
Að mínu mati er þetta út í hött, ég er alveg til í að fá ábendingar hérna á vefnum um svona bíla til sölu!
En eins og alþjóð veit þá er það skoðun mín og þarf ekki að endurspegla skoðun þjóðarinnar
