Jæja þá er ferðalagið búið. Eyddi vikunni í Danmörku og skrapp aðeins yfir til Þýskalands í leiðinni. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég var að keyra um Þýskaland. Það var frekar lítið af BMW þarna og þeir bensar sem voru á stjá voru frekar sjúskaðir. Ég sá einn snyrtilegar BMW og það var 330 I Coupe kóngablár (náði ekki mynd af honum því hann keyrði svo ógeðslega hratt) en það var allt of sumt sem ég sá. En síðan skrapp ég aðeins yfir til Þýskalands og það var bara gaman. Þegar ég var búin að taka ferjuna yfir þá birtust bimmarnir og þegar maður var að keyra á hraðbrautinni þarna þá var rosalega gaman. Ég var að crúsa á VW Touran og var á 140 km hraða þá kom BMW 540 I og Audi Quatro V8 frammúr mer og við erum að tala um það að þeir hurfu á innan við sekúndu þannig að mig grunar að þeir hafi verið á ca 200 km hraða. En svo þegar ég var kominn inn í Lubek þá birtist það. Heil halaróa af BMW en þeir voru ekki keyrandi þeir voru greinilega að koma af einhverskona sýningu því þeir voru allir á bílspalli. Rosalega fallegir þristar sem voru flest allir á Borbeit felgum og spoilerkit dauðans. Og þvi miður þá náði ég ekki mynd því myndavélin varð battery laus
Það er ekki langt á milli Danmerkur og Þýskalands og mér þykuir voðalega skrítið að sjá það að bílamenningin í Danmörk er svona rosalega slöpp.