JOGA wrote:
Ég er búinn að finna nokkrar vélar á ebay í Þýskalandi. Þ.e. M20B25.
Hefur einhver ykkar keypt vél þaðan. Er einhver íslendingur þarna úti sem gæti haft milligöngu í sendingunni til skersins.
Annars er eflaust lítið mál að láta senda þetta bara í vörumóttöku Atlantsskipa og láta þá sjá um að koma þessu hingað.
Tjáið ykkur endilega ef þið vitið eitthvað um þetta.
Sýnist góðir mótorar vera að fara á ca. 500-600 evrur svo þetta gæti kostað slatta en samt spurning hvort það skili sér ekki í örlítið verðmætari bíl.
Það kostar líka að láta gera við heddpakkningu og þá er maður enn með vél keyrða yfir 200 þús á alla slitfleti..
Svo við höldum áfram, telur þú ykkur vera tæknilega hæfa til að skipta um vél? No offense skilurðu..
Besta swappið í þessu case er M20B25, en auðvitað væri þægilegast að fá bara aðra 520i vél, ekki gera við þetta fyrir tonn af pening þegar þú getur fengið aðra fína vél og "hent" henni ofan í.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
