Langar að deila smá reynslusögu hérna...
Ég ætlaði að vera voða sniðugur og láta setja þjófavörn í gamla kókaínhvíta E36. Hafði upp á
gaur sem gerði þetta svart fyrir mig. 20k með þjófavörninni íkominni. (mar er alltaf að gera góða díla sko)
Ég hafði viðskipti við þann sama gaur seinasta sumar, lét setja þjófavörn í Eclipseinn minn, 19k íkomið og hún virkaði fínt(í þann mánuð sem ég átti hann, veit svo ekki meir). Það var Crimestopper þjófavörn.
En það var ekki sama sagan með þetta. O hell no.
Í fyrsta lagi, þegar ég sæki bílinn og þetta er komið í(man ekki hvað vörnin heitir), réttir gaurinn mér lyklakippuna með fjarstýringunum. ÞAÐ VAR FUCKING ÚTDRAGANLEGT LOFTNET á fjarstýringunni, sem var btw hvít og kassalaga. Þetta var svona ein og lofnet á gamalli talstöð, en gaurinn ætlaði að reyna að redda mér öðrum fjarstýringum... svo ég gaf þessu séns.
Svo bilaði önnur fjarstýringin, hætti bara að virka. Pirraði mig ekki mikið á því, var með aðra auka og síðan átti hvorteðer að redda mér öðruvísi pari.
Svo hætti þetta algjörlega að virka. Ég neyddist til að opna húddið og klippa á lúðurinn (that's it.. geðveik þjófavörn). Frekar fyndið. Þurfti að keyra um með tikkandi mælaborð (stefnuljósadæmið) í nokkra daga.
Hafði samband við gaurinn og ætlaði að fá endurgreitt og að láta hann rífa þetta úr. Búinn að hringja hátt í 20 sinnum í hann, en hann hefur ekki tíma ef hann svarar á annað borð. Svo seldi ég bílinn...
Ég er ekki búinn að gefast upp neitt, mun láta hann rífa þetta drasl úr og fá endurgreitt.
Langaði bara að deila þessu með ykkur.. borgar sig ekki að spara tíkall í svona málum ef þetta á að duga eitthvað.
Ímyndið ykkur bara ljótt og stórt stál loftnet á þessari fjarstýringu. Sem BETUR FER, var það útdraganlegt og þurfti ekki alltaf að vera úti.
Fyrsta og seinasta skipti sem ég redda mér svona 'díl' til að spara mér eitthvað klink.