Jæja, þá er hann loks kominn með sömu gorma allan hringinn (var bara með framan í smá tíma)
Frá original fjöðrun þegar að ég keypti hann: Gott að keyra hann, kannski fullmjúkur fyrir minn smekk enda áttu demparar kannski eftir 30 þúsund. Grip í beygjum var ekkert svakalegt enda ekki besta fjöðrun né dekk
Eftir að ég skellti nýjum dempurum undir hann:
Hann varð strax mun þæginlegari í akstri, ljúfur yfir allskyns hossur og þar fram eftir götum. Hann var fullhár fyrir minn smekk þannig að ég ákvað að fara út í gorma. Ég var kominn með ný dekk þannig að gripið var fínt. Miðað við að efri lýsing var 5 í einkunn þá varð þetta til að bæta hann upp í 7
Nýjir demparar, ný dekk og nýjir gormar:
Frekar stíf fjöðrun, bitnar svolítið á ride comfort en bætir handling gífurlega.
Að fórna smá comfort fyrir þetta var svo algjörlega þess virði. Mér verður hálf illt þegar að ég keyri aðra "lesser" bíla og sakna ég strax aksturseiginleika á mínum. Gripið er orðið svakalegt og ég treysti mér ekki á að reyna það grip til fullnustu. Ég held að hann eigi fullt inni en ég guggna áður en ég læt reyna á það

Grip á miðað við original = 10 í einkunn
Aldrei hefði mig grunað að svona breyting myndi hafa svona gífurlegt að segja varðandi skemmtun í akstri. Maður verður mjög lítið að breyta um leiðir eftir þessa lækkun enda vel keyranlegur um flestalla rvk.
Ég fékk AP gorma hjá TB og hafa þeir bara reynst mér vel og mæli sterklega með þeim
Djöfulli væri ég úti að keyra núna ef að ég ætti pening
