karlbark wrote:
Heill & sæll...
Ég ætlaði nú reyndar að spyrja þig að þessu fyrir nokkrum dögum, en átti í einhverjum vandræðum með að komast inn.
En ég er einmitt að spá í að skreppa út í einhverja svona ferð í sumar.
Svona u.þ.b. mánuð, datt mér í hug...
(Fór annars dágóða svona ferð í fyrra, keyrði þá á mínum SAAB 9000 CD frá Svíþjóð og stóran rúnt um þýskaland)
En jæja, nú er ég fluttur aftur heim og kominn á BMW 735i, gamall en svooooo góður....
Anyway... ég var að spá í.... hvað voruð þið lengi í ferðinni?
Hmm, ég er líka að velta fyrir mér káetu í Norrænu, ef þú hefur einhverja skoðun á því... bjallaðu endilega í mig, ef þú vilt.
(s.616 88 27)
Við vorum fjórar vikur "á meginlandinu", en í heild voru þetta rúmar fimm
vikur þar sem um vika fer í ferðalagið með Norrænu.
Káetan í norrænu, við vorum í svefnpokaplássi og það var fínt.
Fyrir svefnpokaplássið færðu spjald með strikamerki, það gengur að rými
með um 6 herbergjum, hvert fyrir sig með 6-9 rúmum. Hægt er að færa
sig á milli þeirra svo framarlega sem þau eru laus, þ.e. rúmin.
Svefnpokaplássið er töluvert ódýrara og veltingurinn mun minni..
En gallarnir eru auðvitað að þú hefur ekki hugmynd um hverjum þú lendir
með þeir í rýminu, við vorum nokkuð heppin þannig lagað.
Mig minnir að við höfum borgað 80 þús fyrir svefnpokaplássið með bílnum,
en verðið fór upp í 140 í káetu...
Myndi samt mæla með að tjékka statusinn á hinni ferjunni sem er að fara
í gang í byrjun næsta sumars! Hún fer beinustu leið frá Reykjavik og ég
býst ekki við að hún stoppi í Færeyjum. En mitt kalda mat er að einn
dagur dugir alveg fyrir flesta til að skoða Færeyjar þar sem umhverfið þar
er óneitanlega mjög líkt umhverfinu hérna...

Svolítið súrt að dúsa þar
í fjóra daga !!