bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 23:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 42 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject: BMW M5 ´90
PostPosted: Wed 22. Jun 2005 23:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Wed 22. Jun 2005 23:19
Posts: 209
Góðann daginn. Nú fer að líða á 16 ára aldurinn hjá mér og ég auðvitað farinn að skoða hina ýmsu bíla. Fyrir nokkrum dögum sá ég BMW M5 ´90 og ég verð að segja að þetta er einn fallegasti bíll sem ég hef séð. Mig langar að spyrja ykkur BMW kónga íslands um reynslu ykkar af þessum bíl, hvað er gott og hvað er slæmt við hann?
Eins og áður sagði er ég mikill áhugamaður um bíla og ákvað ég að taka bifvélavirkjun í menntaskóla. En alveg síðan ég sá þennan glæsivagn hef ég bara ekki getað hætt að hugsa um hann svo að öll svör sem þið getið gefið mér um þennan bíl eru vel þegin :D

Með fyrirfram þökkum
Emil Þórsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 22. Jun 2005 23:36 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 07. Apr 2004 21:13
Posts: 149
Location: Árbær
lestu þessa grein..

http://www.bmwkraftur.is/jan2005


Þarna getur þú fræðst mikið.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 22. Jun 2005 23:44 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Wed 22. Jun 2005 23:19
Posts: 209
ahhhh takk ég var bara ekki kominn svona langt á síðunni :oops: :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 00:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
315 hö í fyrsta bíl? ertu viss? :roll:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 00:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hann var nú ekki búinn að segja að hann ætlaði að fá sér svona bíl sem fyrsta bíl :P

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 00:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 30. Jan 2003 06:08
Posts: 3377
IvanAnders wrote:
315 hö í fyrsta bíl? ertu viss? :roll:

hva ekkert að því þurfa ekki að vera að leita að meira og meira þarna er nóg.

_________________
523 E61 Touring
Mazda Rx7 Ekkert turbo vesen 12.060 @ 117.80
Clio 1,8 á R888 Ralycrossarinn
Hæðarstilli dekk ókeypis fyrir Reykjavik og nágrenni
Offical E30 H8R CREW
Member ONE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 00:56 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 22. Oct 2004 13:04
Posts: 791
minn fyrsti var nu 750 þannig m5 er í góðu ;)

_________________
BMW E38 750
Gömlubílarnir
BMW e39 523
BMW e36 325
BMW 740 e38
BMW z3 '99 Coupé
BMW M5 e34
BMW 730 e32 2x
BMW 750 e32 2x


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 00:57 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 22. Oct 2004 13:04
Posts: 791
en ef þessi 90 bill er silfurlitaður þa er hann til sölu einhverstaðar ;)

_________________
BMW E38 750
Gömlubílarnir
BMW e39 523
BMW e36 325
BMW 740 e38
BMW z3 '99 Coupé
BMW M5 e34
BMW 730 e32 2x
BMW 750 e32 2x


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 01:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
:hmm:

Ég man nú ekki eftir einum einasta silfraða M5 hér á landi.

2 Sebring gráir (dökkgráir), en enginn ljósari en það í gráum tón.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 01:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Wed 22. Jun 2005 23:19
Posts: 209
315 í fyrsta bíl... er það ekki bara fínt?
Mér er eiginlega þannig séð sama um stærðina á vélinni, bara að bíllinn sé góður og traustur og ekki skemmir útlitið fyrir :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 01:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Ég myndi þá skella mér á góðan E34 520/525 bsk og skella á hann góðum 17"
Þá ertu kominn með góðan bíl, alveg ágætlega öflugan ekki of dýran og ekki of eyðslufrekan.
-

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Sælir.
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 08:17 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
Mér finnst umferðin í þessu landi alveg nógu hættuleg án þess að það séu 17 ára ökumenn á 200+ hestafla bílum, hafa ekkert við það að gera, ráða yfirhöfuð ekki almennilega við bílana og geta ekki komið sér útúr þeim aðstæðum sem skapast á svona kraftmiklum bílum. Það er nóg úrval af mjög skemmtilegum minni bílum sem bjóða upp á gott handling án þess að geta komist á gríðarlegan hraða á stuttum tíma. Ég tek undir með bjahja um að þú ættir að skoða 520 eða 525 E-34 td. Glæsilegir bílar, gaman að rúnta og líka gott að keyra þá.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 09:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Hver segir að þessi drengur verði stórhættulegur,
kannski er hann einfaldlega þroskaðari en aðrir.

Það versta við M5 er eyðslan.
Ef þú ferð í bifvélavirkjun þá ertu góður sem eigandi

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Sælir.
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 14:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
IvanAnders wrote:
315 hö í fyrsta bíl? ertu viss? :roll:

Þórir wrote:
Mér finnst umferðin í þessu landi alveg nógu hættuleg án þess að það séu 17 ára ökumenn á 200+ hestafla bílum, hafa ekkert við það að gera, ráða yfirhöfuð ekki almennilega við bílana og geta ekki komið sér útúr þeim aðstæðum sem skapast á svona kraftmiklum bílum. Það er nóg úrval af mjög skemmtilegum minni bílum sem bjóða upp á gott handling án þess að geta komist á gríðarlegan hraða á stuttum tíma. Ég tek undir með bjahja um að þú ættir að skoða 520 eða 525 E-34 td. Glæsilegir bílar, gaman að rúnta og líka gott að keyra þá.

Sammála.

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Bílstjórar
PostPosted: Thu 23. Jun 2005 16:34 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Dec 2002 22:00
Posts: 597
Location: R.vík
gstuning wrote:
Hver segir að þessi drengur verði stórhættulegur,
kannski er hann einfaldlega þroskaðari en aðrir.

Það versta við M5 er eyðslan.
Ef þú ferð í bifvélavirkjun þá ertu góður sem eigandi


Ég er alls ekkert að reyna að drulla yfir neinn, það er bara mín reynsla að nýbakaðir bílstjórar hafa ekkert við mjög öfluga bíla eða mótorhjól að gera, nákvæmlega ekki neitt, hafa ekki reynslu eða kunnáttu til að fara með svoleiðis. Maður sér engan byrja í formúlu eitt, menn byrja á Go-Kart.

Kveðja.
Þórir I.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 42 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group