Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll janúarmánaðar er BMW E34 M5
Þriðja kynslóð BMW M5 var kölluð af framleiðendunum "Master of understatement". Þetta er bíll sem lætur ekki mikið fyrir sér fara í útliti. Ef undanskilið eru nokkur minniháttar atriði væri auðveldlega hægt að ruglast á þessum bíl og 518i bíl á 16" felgum. Þó svo að munurinn kæmi fljótt í ljós á grænu ljósi. M5, eins og tekinn er fyrir í bíl mánaðarins hérna fer frá 0 í 100km hraða á rúmum sex sekúndum og fer því létt með að gera lítið úr flestum þeim sportbílum sem eru á götunni enn þann dag í dag.

E34 M5 var fjórða tegundin hjá BMW Motorsport sem var "hand-built", þ.e. hann var tekinn af framleiðslulínunni og farið um hann höndum af sama einstaklingnum eftir því sem bætt var við búnaði í bílinn. Hann kom sá fjórði á eftir M1, M útgáfunni af fyrstu fimm-línunni og svo M3 E30 blæjubílsins.

Eins og búast mátti við, var hjarta bílsins endurbætt útgáfa af línu sexunni sem fyrst sá dagsins ljós í M1 bílnum og svo í M635csi og E28 M5. Nú fékk þessi vél kóðann S38B36 og með aukinni slaglengd var rúmtak vélarinnar aukið um 2.3% í 3.535cc og gerði það hana að rúmtaksmestu 6 sílindra vél sem nokkru sinni hafði verið framleidd hjá BMW. Þó svo að hún hafi verið með hvarfakút sem staðalútbúnaði, framleiddi hún samt 315hö, 10% meira heldur en fyrirrennarinn. Eða heilum 55hö (21%) meira heldur en fyrri vélin útbúin með samskonar mengunarvarnarbúnaði.

Ein aðferðin til að ná þessu afreki var að soggreinin í þessarri nýju vél er með búnaði sem breytir loftflæðinu eftir snúning og álagi vélarinnar. Þetta gaf vélinni 6% meira tog, sem einnig dreifðist betur á milli 3-og 6,000 snúninga og náði hámarki í 265lb/ft við 4,750 snúninga. Knastásarnir gáfu einnig meiri opnun á ventlum og aðra tímasetningu miðað við fyrri ása. Þjöppunin var aukin í 10.0:1 þar sem Bosch Motronic kerfið var mun fullkomnara en hið eldra. Einnig var loftflæðið mælt með sk. "hot wire sensor" en þá er ekki lengur notast við loftflæðimæli með spjaldi, heldur er magn loftsins mælt með glóandi vír í staðinn. Það minnkar mótstöðu í inntaksgreininni töluvert. Nýja vélin var einnig byggð til að snúast meira, eða upp í 7,200 snúninga miðað við hina 6,900 á fyrri vélinni.

Til að komast framhjá mengunarvarnarkröfum var útbúið svolítið skondið kerfi í bílnum. Til viðbótar við hvarfakútana er einnig í bílnum loftdæla sem dælir fersku lofti inn í útblástursgreinarnar þegar vélin er köld. Það má glöggt heyra dæluna ganga á fyrstu mínútunum eftir gangsetningu. Þetta er eingöngu gert til að komast framhjá mengunarmælingum, þar sem einu áhrifin eru að þynna .mengunina. með fersku lofti! Þetta hljómar heimskt.. jafnvel svolítið Amerískt eða hvað!!!

Við vélina var svo tengdur 5 gíra Getrag 280/5 gírkassi. Hlutföllin eru 3.51, 2.08, 1.35, 1.00 og 0.81. Drifið er svo með 25% læsingu og 3.91 hlutfalli (annað í U.S.A.)

Í upphafi kom bíllinn svo með svokölluðum "turbine/turbine design" eða túrbínu felgum. Felgurnar voru gerðar úr Magnesíum og þessi hönnun var gerð til að auka kælingu fyrir bremsurnar. Lofti var þröngvað inn á við þegar felgurnar snérust og því eru miðjurnar ekki eins fyrir hægri og vinstri felgur! Seinna var útlitinu breytt því ekki voru allir á eitt sáttir með það, fannst það helst til hlédrægt. Þá litu sk. "throwing star/schaufelrad" felgur dagsins ljós. Þær voru með sömu virkni og gömlu felgurnar en nokkuð djarfara útlit.

Innréttingar M5 bílsins voru með ýmsu sniði. Grunn útbúnaður var tau klæðning með leðri á hliðunum, en einnig var hægt að fá bílana með þrenns konar leðurklæðningu. Bílarnir með leðrinu voru ýmist með leðri bara á sætum, eða einnig á hurðum, miðjustokk og hanskahólfi. Svo var hægt að fá "full leather" útbúnað, en þá var allt klætt leðri. Mælaborðið, þakklæðningin, hliðarklæðningar osfrvs. Hægt var að velja um "Nappa" eða "Buffalo" leður, þar sem Buffalo er sterkara og harðara en Nappa. Afturbekkurinn var alltaf gerður fyrir 2 farþega sem grunnútbúnaður fram til ársins 1990, en þá snerist það við og hægt var að fá bílinn þannig sem sérútbúnað.

Margs konar annar sérútbúnaður var í boði og er of löng saga að telja hann upp hér í þessarri stuttu grein.

Alls voru framleiddir 12,254 M5 bílar. Þar af voru:








LHDsaloon3.6L1988-925,877
RHDsaloon3.6L1989-91524
LHDsaloonUSA1988-931,678
RHDsaloonS.Africa1990-92265
LHDsaloon3.8L1991-952,676
RHDsaloon3.8L1991-95343
LHDtouring3.8L1991-95891





3.6L allir8,344
3.8L sedan3,019
3.8L touring891


Meiri upplýsingar:
http://www.m335i.com/rubrik.cfm?cid=15
Innsogsgreinin:
http://www.behindmatrix.com/e30/fotost/f00291/16.jpg
Felgurnar:
http://www.behindmatrix.com/e30/fotost/f00291/21.jpg






Greinaskrif:Sæmi
Myndir:Sæmi
Myndband:Ingi og Þröstur










BMW E34 M5
 
Bíllinn
Þyngd 1670 kg
Lengd 4720mm
Breidd 1751mm
Hæð 1392mm
 
Vélin
Línu sexa
3.535 slagrými
24 Ventlar
315 hö / 6900rpm
360 Nm / 4740rpm
 
Gírkassi
5 gíra beinskiptur
1. 1:3.51
2. 1:2.08
3. 1:1.35
4. 1:1.00
5. 1:0.81
 
Drif
Afturhjóladrifinn
Hlutfall 3,91:1
Driflæsing (25%)
 
Bremsur framan
315 x 28mm kældir
Sliding caliper
Eins stimpils dælur
 
Bremsur aftan
300 x 20mm
Sliding caliper
Eins stimpils dælur
 
Felgur & Dekk
16x8" original M5 BBS Crossspoke álfelgur
225/50 Continental conti wintersport vetrardekkjum
-
17x8" original M5 Schaufelrad (throwing star) felgur
235/45 Dunlop dekk
 
Afköst
0-100km/h: 6.3sek
80-120(5g): 7.6sek
V-Max: 250 km/h
 
Uppgefin eyðsla
Á 90km/h: 8.2L
120km/h: 9.4L
innanbæjar: 18.1L
 
Myndband