Ég efast um að hann ætli að skrúfa drifið sitt í sundur
Hann er að leita eftir formúlunni til að reikna þetta.
Ertu með gírhlutföllin og stærð felgnanna með dekkjum á hreinu ?
Þá ætti ekki að vera mikið mál að finna þetta sem fall af hraða,gírhlutfalli og ummáli dekkjana.
Ég setti saman smá texta sem að ég _held_ að sé réttur, en ég er ekki búinn að sannprófa hann!
Endilega kommentið ef þið sjáið villur hjá mér. (eða auðvitað ef þetta er bara kolrangt og heimskulegt í gegn)
-----------
Þc = Þvermál dekkja í centimetrum, endi í enda.
Ud = Ummál dekkja í metrum. = (Þc / 100) * Pi
Þd = Ud * 1000
Við viljum fara á hraðann Þúsundsnúningar á dekkinu á hverri mín.
Breytum honum í km/klst.
V = (Þd/1000) * 60
Förum á hraðann V í bílnum.
Þá ættu dekkin okkar að vera á 1000rpm.
Verum í gír sem er með hlutfallið 1:1 þannig að eina hlutfallið milli vélar
og götu er þá final drifið.
Þá ætti að vera auðvelt að lesa muninn á snúningsmæli og götu.
Dekkin á götunni snúast 1000rpm á meðan vélin snýst 3150rpm.
Þá ertu með 3,15 final drive ratio.
-----------------
Láttu mig síðan vita hvort að þetta gengur upp!!
arnib.