Svezel wrote:
fart wrote:
Ætli lögmálið um minnkandi jaðarnyt eigi ekki best við. Er þá ekki best að spyrja eitthvað á þennan veg "eru jaðarnytin af svona bremsum einhver umfram ódýrari bremsur til að réttlæta kaupin í þennan ákveðna bíl" Gripið hlýtur á endanum að takmarkast við breidd dekkjana og það hvernig fjöðrunin er uppbyggð. Allt þarf þetta að harmonera.
góð pæling!
menn eru oft að eyða formúgu í bremsukerfi sem þeir hafa svo ekki not fyrir. hvað hefur einhver sem trakkar aldrei og notar sínar bremsur bara í eðlilegum akstri og svo auðvitað í neyð að gera með bresmsukerfi sem kostar many $k.
að stækka diskanna gerir ekkert nema að auka kælinguna/minnka brake fade og það má hæglega ná fram þessum hæfileika með haglega hönnuðum felgum, kældum diskum eða brake ducts fyrir almennan akstur
ég er samt ekki að sjá neitt athugavert að menn tjúni hjá sér bremsurnar, góðar bremsur eru auðvitað nr.1,2 og 3
Ég var að gtecha áðan og prufaði að bremsa verulega hart, bremsaði mjög mjög vel, ég þrýstist allur framí beltið og dót fór á flakk.
en ef ég hefði haldið áfram þá hefði líklega fadað og þá hefði ég ekki getað bremsað svona vel
sveinbjörn bendir á aðferðirnar til að koma í veg fyrir það,
stærri bremsur
betri kæling
betri diskar og/eða klossar sem fada síður en original
bremsur geta aldrei verið overkill á neinum bíl því hemlunin sem þeir gera er ákveðin af ökumanninum og því alltaf hægt að bremsa minna, en það getur aftur á móti verið til bremsukerfi sem henta ekki ,
t,d kerfi sem þurfa að hitna til að ná betri virkni og þá eru það samblanda af diskum og klossum,
þess vegna getur verið betra að vera með stærri bremsur sem þarf ekki að kæla, og virka við öll hitastig og öll þau átök sem maður getur boðið þeim.
En það sem getur verið overkill vegna bremsukerfis er þyngdin á því,
sem kemur illa fyrir unsprung weight, og það er það sama og keyra of þungar felgur uppá fjöðrunar eiginleika, allt fjöðrunarkerfið mýkist við aukna þyngd
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
