Já sælir.
Ég er búinn að vera með aDSL hjá OgVodafone (áður Íslandssíma) í rúmlega þrjú ár og tengingin hefur ávallt verið stabíl en svo byrjaði tengingin allt í einu að hökta og það var þónokkuð mikið packetloss á tímabili, en það lagaðist með tímanum. Ég bý að vísu fyrir utan þjónustusvæði OgVodafone og þessvegna er ég með leigulínu frá landssímanum þannig að ég get ekki fengið Og1 þótt svo að ég sé bæði með heimasíma og GSM hjá þeim. Það finnst mér mjög súrt afþví að ég browsa frekar mikið utanlands og það telst hratt upp. Annars er ég alveg svona semi sáttur með þjónustuna hjá þeim. Skárri þjónusta en Síminn held ég persónulega, þótt ég sé alls ekki að setja út á Símann að neinu leyti. Það er ekki ennþá búið að leggja Hive þar sem ég á heima og það hindrar mig í því að skipta.
Álftanesið er samt paradís fyrir því
Kveðja, trapt