bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 20:38

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 23:10 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 19. Mar 2005 15:31
Posts: 15
Sælir,

Ég var að flytja inn BMW E39 frá "móðurlandinu" og þarf að laga smotterí. Svo virðist sem diskarnir hafi náð að ryðga svolítið því hann stóð óhreyfður í 2 mánuði áður en ég fékk hann í hendurnar. Ég var að vonast til að þetta mundi slípast til með smá keyrslu en hann heldur áfram að víbra þegar ég bremsa.

Hvernig er best að bera sig að við þetta? Á ég að fara með svona smotterí í B&L eða bara í næsta opna bílskúr? Hvar er best að láta renna diskana?

Allar ráðleggingar vel þegnar.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 01. May 2005 00:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Ég myndi ekki láta renna diskana. Keyptu frekar bara nýja, það er aðeins dýrara, en borgar sig margfalt.

Er ekki viss hvort það sé mikið mál að skipta um þá, en á flestum bílum er þetta kannski klukkustundarvinna.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 01. May 2005 05:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
mér dettur ekki í hug að láta renna fyrir mig framdiska.. en afturdiskar... það er annað mál. Þannig hef ÉG allavega alltaf haft það fyrir reglu, Kaupa nýja framdiska.. ok að renna afturdiska EF þeir eru hvorki orpnir né mikið slitnir.. :roll:

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 01. May 2005 13:18 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 16. Feb 2005 23:49
Posts: 446
Ef þú villt endilega láta renna diskinn þá er það Bremsan Smiðjuvegi 20c græn gata.

Minnir að hann taki um 5000 kr fyrir parið.

En nýjir diskar kosta um 6-7þús kr stykkið.

_________________
Sverrir Már

Fyrri BMW: BMW 518i E34 ´91 / BMW 735iA E32 ´92 / BMW 535iA E34 ´89 / BMW 318iA E36 ´93



Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 01. May 2005 20:47 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Held að það sé nú bara mikið sniðugra að kaupa sér nýja diska.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. May 2005 12:19 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 19. Mar 2005 15:31
Posts: 15
Jæja, ætli það sé ekki best þá að kaupa nýja að framan og láta renna að aftan (ef þeir eru ekki of illa farnir).
Hvar er best að kaupa diskana? og hvert á maður að fara með bílinn? Er B&L eina vitið eða hvað?
Mér finnst svona smotterí ekki krefjast þess að maður sé að fara þangað...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. May 2005 14:30 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. Jul 2004 19:09
Posts: 901
bmw_5 wrote:
Jæja, ætli það sé ekki best þá að kaupa nýja að framan og láta renna að aftan (ef þeir eru ekki of illa farnir).
Hvar er best að kaupa diskana? og hvert á maður að fara með bílinn? Er B&L eina vitið eða hvað?
Mér finnst svona smotterí ekki krefjast þess að maður sé að fara þangað...


Það er 20% afsláttur af öllu sem tengist bremsum hjá TB þessa dagana !

Heimasíða TB wrote:
TILBOÐ Á HEMLAHLUTUM
20% AFSLÁTTUR
Á ÖLLUM BREMSUVARAHLUTUM
Skoðið undir hemlabúnaður hér til vinstri
Allir bremsuvarahlutir eru að original gæðum


Svo var ég að kaupa mér í dag, 2 kælda Brembo diska í Stillingu á innan við 10 þús. kall (Reyndar með smá díl hjá Stillingu :wink: ) !!! Brembo eru að mínu mati fremstir í bremsum á hinum almenna markaði.

_________________
Dóri
Image BMW 525i e34 '91 [SELDUR]
Image Opel Vectra CD 2.0 '97[Í notkun]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 09. May 2005 20:22 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Feb 2003 14:56
Posts: 600
Location: Í aftursæti lögreglubíls
Ég keypti nýja diska í TB um daginn, kostuðu 1000 kalli meira en að láta renna !!!

_________________
Tommi camaro fanclub member no. 03


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 17. May 2005 18:34 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 19. Mar 2005 15:31
Posts: 15
Já, ég nýtti mér þennan 20% afslátt í TB og skellti mér á diska og bremsuklossa hjá þeim. Kostaði ca. 18000 kall að framan með þessum snúrum þarna. Nú er bara að henda þessu á bílinn ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group