Bjarki wrote:
ég hef ekki sofnað og vona að það gerist aldrei þegar ég er búinn að keyra lengi lengi og reyna allt, mikið kaffi, mikið nammi, coke, koffíntöflur, mikinn blástur, opna glugga/lúgu, háa rokktónlist, syngja með tónlistinni, öskra, slá mig..... og ekkert virkar þá fer ég út í kannt eða næstu bensínstöð og halla mér í 1-2klst þá er maður aftur orðinn ferskur

metið er um 1800km og það tók yfir um 30klst.
Það virkar oft mjög vel þegar maður er þreyttur að keyra bara ennþá hraðar þá eykst spennan og maður er langt frá því að sofna

Það virkar einmitt best að keyra bara sem hraðast - á 170-180 var maður vel vakandi en byrjaði að leiðast um leið og maður fór að hægja á sér niður í 130-140....
En auðvitað á maður bara að halla sér á einhverjum rest stop, ég plana það inní næstu ferð - ég ók einmitt um 1800 km þegar ég sótti Touring bílinn og það á 26 tímum straight án svefns og ég var alveg viðbúin því að þurfa að halla mér.
Þegar ég sótti Golfinn voru það 2600 km á tveimur dögum (með 5 tíma svefn á milli) og það var ekki svona erfitt, aldrei var ég við það að sofna þar (þrátt fyrir að hafa verið á Avensis á útleið og VR6 á heimleið).