Í dag klára ég að gera leak down testerinn
það þurfti að gera custom auðvitað, því að gengjurnar í heddinu mínu eru ekki eins og enginn bifvélavirki sem ég hef talað við veit hvað það er í fyrta lagi, þannig að ég þurfti bara að kaupa alla partanna sér í lagi,
En allaveganna þá fór ég í B&L í gær að fá ýmisleg ráð og leiðbeiningar,
ég væri svo til í að hafa svona aðstöðu og öll special tools
Allaveganna, ef ég þarf að rífa heddið af þá Holy Moly, heddið er tvöfalt, þ.e ásarnir og vanosið er fest á efri hlutann og ventlar og rest á neðri,
og ég þarf næstum 100% að taka ásanna úr til að taka heddið úr,
Damn damn damn,
Ég las yfir hvernig á að losa allt og svona og það er ekki beint það léttasta, bara muna að gera í réttri röð og svona
áður en ég ríf þá mun ég gera tvennt, vera alveg viss um að það sé ekkert loft í kerfinu, og þarf því að tjakka undir bílinn að framann til að hækka vatnskassan til að hann sé hæðsti punkturinn á meðan ég set á hann vatn, svo mun ég leka testa hann ef hitt gengur ekki,
ég keypti nýjan vatnskassa loka , ég mæli með því að þið kaupið svoleiðis
ALLIR, þetta kostaði 1100kr, og ég veit að hann er 100% í lagi, þannig að þetta er bara góð trygging að bílinn fari ekki að sprengja slöngur af og svona eins og hjá mér.
Anyways, update þegar eitthvað gerist
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
