Sælir.
Fyrir um þremur vikum hafði ég samband við Smára í Hamborg og bað hann um að leita að bíl fyrir mig en mig hafði lengi langað að eignast 523 eða 528, E-39 bíl. Nú stuttu síðar fundum við bíl sem uppfyllti allar óskir mínar og eftir langa bið fékk ég bílinn í fyrradag. Biðin var vel þess virði.
Eins og fyrr segir er þetta 1997 árgerð af 523 en hann er ekinn 142.000 km. og með honum fylgir þjónustuhefti frá viðurkenndi BMW verkstæði, allt frá upphafi. Aðeins tveir eigendur voru að bílnum í Þýskalandi og virðast þeir báðir hafa hugsað vel um hann.
Kerran er dökkblá, eða Blau-metallic, sem mér finnst alveg hrikalega fallegur litur. Lakkið er ágætt, en ber þess merki að bíllinn hafi verið þveginn í bílaþvottastöð. Ég ætla að massa bílinn og athuga hvort ég nái ekki mestu af kústaförunum burt.
Bíllinn er ágætlega útbúinn. Er með ljósgráu leðri og sólarlúgu. Þá er hann einnig, að mér skilst, stærri þjófavörn en original, fjórum loftpúðum og aksturstölvu. Þá er hann einnig með aðgerðarstýri sem stýrir útvarpi, vinstra megin, en cruise-control, hægra megin. Þá er bíllinn einnig útbúinn með sjálfvirkri miðstöð með loftkælingu.
Annars leyfi ég nokkrum myndum að fylgja með sem ég tók í gær.
Update:
Er búinn að keyra 3500 km. á þrem vikum og gæti ekki verið sáttari. Fór hringinn og þar á meðal yfir háa fjallvegi, var eins og draumur. Kom mér mest á óvart hvað hann eyddi, en á leiðinni Rvk - Egs eyddi hann 7,9 l/100 km. Það kom sko skemmtilega á óvart. Annars lét ég hér fylgja þrjár myndir.
Kveðja.
Þórir I.
Þrjár nýjar.
