Nú var ég að velta fyrir mér hvort ekki væri flott að bjóða þeim sem eiga BINI (BMW MINI, fyrir þá sem ekki vita) með í klúbbinn???
Þetta eru smartir bílar og hannaðir af BMW og þó þeir hafi ekki merkið á húddinu þá gæti verið gaman af því að hafa þá með.
Eins vildi ég minna á að ef einhver þekkir einhvern sem á BMW mótorhjól að fá þá endilega með í klúbbinn líka.
Það er planinu hjá mér að eignast BMW mótorhjól sem fyrst (gamalt auðvitað) og þá myndi maður að sjálfsögðu mæta á samkomur.
Setjið nú út klærnar og fáið fleiri meðlimi!
Kveðja,
_________________ Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road
|