Djofullinn wrote:
valur wrote:
ef þið eruð að segja að ÁSETT VERÐ á bílnum hjá mér of hátt þá ættið þið að skoða að 95 bíllinn er keyrður 230 þús km
Þetta er reyndar eldgömul auglýsing sem þú ert að tala um, mann ekki hvað hann er að setja á bílinn núna, minnir að það sé einhver 900 kall en þú verður líka að hugsa útí það að þessi bíll er Coupe sem er venjulega einni árgerð dýrari

Talandi um þann bíl, ég kíkti á hann núna rétt áðan þar sem hann stendur neðst við Bíldshöfða, og þar segir að hann sé ekinn 150 þ. Ég sem hélt að sá bíll væri ekinn 235 þ og hafði nánast ekki fyrir því að líta almennilega á hann. Það er sett á hann núna 980 þ og miðað við að það hefur ekki verið hreyft við honum í þó nokkurn tíma þá held ég að þessi 980 kall sé ansi sveigjanlegur. Ég hefði nú haldið að BMW 323iA coupé '95 ekinn 150 þ á 980 þ væri hið ágætasta verð, ekki nema þetta sé vélaakstur eða eitthvað þess háttar. Vitið þið eitthvað meira um þennan 323 bíl?
Annars hef ég ekkert innskot inn í þessa 325 umræðu.
