Fyrst af öllu til hamingju með nýja vagninn!!
BMWaff wrote:
3. Og eru BMW menn eitthvað illa við felgur frá t.d Túttukastalanum (hjólbarðahöllin) hef alltaf keypt felgur þar, á reyndar toyotu, GT3000... Og hafa ekki klikkað... En ég náttúrulega ekki á Toy, eða GT3000 lengur þannig að. Það eru reyndar M (style 23) eða líta sollis út allavega, felgur á kvikindinu. Langar samt í eikkað öðruvísi...
3b. Er algjerlega nýgræðingur í felgu/dekkja tölum.. Er með 235/45 að framan.. passa 225/45? alveg handónýt að framan! og þessi til...
Hef enga reynslu af Hjólbarðahöllinni en ég segi bara eins og jonthor, haltu endilega Style23 felgunum. Að mínu mati eru þær með þeim flottari frá BMW!
Ef þú ferð úr 235/45 í 225/45 ertu að breyta ummáli dekkjanna og þar af leiðandi mögulega að setja inn skekkju í hraðamælinn og jafnvel hafa áhrif á eyðslu og slíkt. Svo lengi sem 235/45 er rétt stærð þá myndi ég reyna að halda amk. sömu stærð, þ.e. sama ummáli. Kannski er þetta í lagi með ekki meiri breytingu en þetta.
Hér finnurðu allar upplýsingar um dekk, felgur, stærðir og annað:
http://www.chris-longhurst.com/carbible ... bible.html
Þarna er t.d. dekkjastærðarmæligræja (Tyre size calculator) þar sem þú getur séð hvaða aðrar stærðir halda sama ummáli og 235/14. Ef þú minnkar breiddina þá þarftu væntanlega að hækka prófile-inn aðeins á móti og öfugt.
Og í lokin þá mæli ég með
www.bmwtips.com fyrir allt mögulegt varðandi E39, kíktu í tips&tricks hlutann.