lenti í smá böggi með 520i '89 bíl sem ég á. Var að keyra úti á landi og búinn að vera keyra svona 200km þegar hann byrjar allt í einu að hita sig, ég stöðva vélina strax og fer út í kant.
Þá er viftukúpplingin handónýt og viftuspaðinn það laus útaf kúpplingunni að það er hægt að færa hann fram og aftur. Þessi fram/aftur færsla olli því að spaðinn rakst í kælislöngu og gerði á endanum gat á hana.
Ég var því klukkan 3:30 í gærnótt einn rétt utan við Hveragerði á leiðinni í bæinn með bilaðan bíl. Fáir bílar á ferð og enginn sem vildi taka mig upp í þannig í bara svaf í bílnum og tók svo rútuna frá Hveragerði þegar ég vaknaði.
Fór svo daginn eftir að þetta gerðist með aðra viftukúpplingu og slöngu og kælivökva og lagaði bílinn. Ekki oft sem maður lendir í því að vera stopp úti í kanti á BMW

en kemur fyrir. Hef samt aldrei séð svona ónýta viftukúpplingu áður.