Smá case hérna með einn gamlan en góðan 316iA e30 89' eða '90, m40.
Þegar hann er kaldur þá gengur hann en ekki lengur en í svona tvær mín. Mjög góður kaldur gangur og allt mjög ljúft svo byrjar hann að hiksta og allt búið, vill ekki meira.
Það sem er búið að prófa að skipta um er:
Háspennukefli,
Bensíndæla,
Fuel Pressure Regulator (bensínþrýstingsjafnari),
Bensíndælu relay,
Loftflæðiskynjari.
Hann fær semsagt nóg bensín og það er réttur þrýstingur á því, hann gefur neista á öll kertin, gengur líka eins og klukka þegar hann gengur. Búinn að yfirfara allar vaccum slöngur en það er náttúrlega ekki 100% að yfirfara þær með augunum! Á eftir að prófa að setja nýjan tölvuheila í, á hann til og það er næst á dagskrá.
Semsagt ef það sama gerist með nýjan tölvuheila þá fjárfesti ég í vaccum-mæli og eftir það þá er ég ráðalaus en þó ekki á leiðinni á verkstæði bara hugsa smá
Eitthvað sem mönnum dettur annað í hug? Allar pælingar vel þegnar.