Það er nú ekki merki um að bílar séu lélegir ef þeir fara í klessu. Ég hef t.d. lesið í "BMW bókmenntum" að þeir hanni ákveðin "krumpusvæði" á bílunum til að taka höggið og deyfa það. Þ.e.a.s að boddíið leggst saman og tekur þannig höggið. Þeir hönnuðu þetta með hliðsjón af því að vernda vélina og farþegarýmið eftir bestu getu þannig að vonandi væri það algengast að við minniháttar árekstra þyrfti bara að kaupa viðkomandi boddíhlut og sprauta hann.
Ef bíllinn klessist ekkert taka farþegarnir bara höggið og eru þá mun líklegri til að slasast frekar en ella.
Ég held að allir "betri" bílaframleiðendur séu með þessi "krumpusvæði". Benz, BMW, Volvo..
Finnst hálf kjánalegt þegar fólk vindur sér uppað mér, vitandi að ég er mikill aðdáandi BMW og þýskra bíla, að það hafi séð árekstur milli BMW og kannski bara suzuki eða eitthvað álíka og að BMW-inn hafi bara verið illa klesstur sko.
..en þetta er nú bara smá útúrdúr, góður brandari samt
