Jæja, update segiði
Föstudaginn 26. mars rúlluðum ég, Óskar (oskard) og Gunni (gstuning) upp í mosfellsbæ til Ingimars(iar) í þeirri vona að vippa gírkassanum undan bílnum mínum, skella nýja UUC flywheelinu mínu og M5 kúplingunni í. En eins og gerist stundum þá varð það pínu flóknara heldur en við gerðum ráð fyrir.
Þetta gekk nú alveg ágætlega þangað til við þurftum að losa sjálfan gírkassan af og komumst að því að við vorum ekki með TORX hausa þannig að við hringdum í Kidda (M5) og hann var svo einstaklega góður að skutlast með réttu gaurana til okkar

En engu að síður voru þeir ekkert á leiðinni að losna SAMA hvað Gunni og Óskar (og ég

) hömuðust á þessu þá var það bara ekki séns að losa og hausinn kominn í mask
Þannig að það var bara eitt að gera í stöðunni.............kippa vélinni úr bílnum
Þannig að seinni partinn á föstudaginn hófumst við handa við að taka vélina uppúr og það gekk nú bara alveg ágætlega. En við þurftum að hætta rétt fyrir miðnætti af því ég þurfti að mæta í vinnu.
Við Óskar nýttum samt tíman a´meðan Gunni lá undir bílnum og púsluðum sama EVO 3 skammskiftinum mínum
Við héldum áfram á laugardeginum og byrjuðum að taka gírkassan af vélinni, Gunni dró fram dremmelið sitt og byrjaði að slípa niður ónýta hausinn. Síðan var að losa hina boltana og þeir voru allir MEGA fastir en allt hófst á endanum með hjálp röratangarinnar hans Iar
Þá gátum við loksins byrjað á því sem málið snérist um, að skella flywheelinu og kúplingunni á. En fyrst fórum við með gírkassan til Kidda upp í TB og hann skipti um pakkningar og shit fyrir mig sem var bara nice af honum
Síðan skelltum við flywheelinu og kúplingunni á og notuðum moddað clutch allingment tool og á endanum small þetta allt saman. Þá var hafist handar við að skella vélinni aftur í, það gekk bara mun betur en allt annað fram að þessu og laugardagurinn var alveg brilliant dagur og allt gekk eins og í sögu miðað við föstudaginn.
Við þurftum samt að hætta snemma þetat kvöld líka af því að ég þurfti enn og aftur að mæta í vinnu.
Við hittumst síðan aftur kl 11 á sunnudaginn og kláruðum að púsla vélinni aftur saman, aftur gekk allt bara mjög vel og bílinn var up and running um klukkan 3
Eg er alveg mega sáttur við bílinn eftir þetta, hann hegðar sér alveg allt öðruvísi og orðin mun meira “race” fílignur í honum

Þurfti samt alveg að læra að keyra hann aftur, drap nokkurm sinnum á honum og svona :Þ
Annars eru það bara þakkir til Gunna, Óskars, Ingimars og Kidda fyrir hjálpina
P.S Ég er ekki alveg að finna myndirnar eins og er, Haffi hóstaði þeim einhverstaðar. Þær koma á morgun
