Arnar wrote:
Quote:
Í vélinn verður skipt um allar legur, allar pakkdósir og bara allt sem er ekki í 100% góðu ástandi.
Ertu búinn að áætla kostnað við þetta.... sona sirka, ef þú sleppir stimplum ?
Ég er að skoða myndirnar af heddinu. Djöfull hlýtur það að hafa verið
skemmtileg tillfining að rífa kassan utan af því ! bara eins og á jólunum...

Er knastásinn orginal eða fekkstu heitan ?
Pakkningin er smá krumpuð.. en notaru hana ekki samt ?
Mér leið eins og litlum krakka á jólunum þegar ég opnaði þetta.
Ég ætla ekki að nota þessa pakningu, ég skoðaði hana betur og það var önnur skemmd sem var miklu verri, það var komin rifa í pakninguna á mjög slæmum stað.
Í sambandi við upptekningar kostnaðinn þá er erfitt að koma með einhverja tölu. Allavega þá er ég með nokkrar tölur sem gætu hjálpað.
Stimlar 18þ. stikkið (koma með hringjum)
borun á blokk 25þ.
legusett 22þ. bara (höfuðlegur, endaslagslegur og stangarlegur)
stimpil hringir 5þ. á stimpil
kerti 2þ.
pakkningarset á alla vélina ? ekki mikið allavega
pakkdósir ?
plana hedd 3-5þ.
skipta um ventla stýringar 14þ. bara vinnan
slípa ventla og ventlasæti 7-10 þ.