Ég hef oft pælt í þessu og spáð í hvað er besta lausnin í svona málum vegna þess að original bremsurnar eru ekki nógu góðar þegar er lagt mikið álag á þær
sást best þegar ég var með M20 vélina og var að spyrna við turbo saab, bremurnar byrjuðu að fade-a og bílinn bremsaði verr og verr
Nokkrar grundvallar reglur sem ég tel mjög mikilvægar
#1 Varahluti verður að vera hægt að versla á íslandi
#2 Verður að passa undir "15 allaveganna fyrir varafelgu t,d ef það skyldi springa hjá manni
#3 Bremsunar kraftur má ekki vera of mikill að framann eða aftann, þ.e bíllinn fer ekki að læsa sér frekar öðrumeginn, frekar að hann læsi sér á öllum 4 á sama tíma þá því þarf að versla sér bremsuþrýstingsjafnara
Ég hef haft mikinn áhuga á að setja bremsur af E23, þar sem að það er til eitthvað af auka dælum á landinu, og það er hægt að versla varahluti í B&L, TB, Stillingu, Bílanaust og svo framvegis
t,d er 735i E23 með 4stimpla dælur að framann allaveganna sá sem ég reif þær af
og solid diska að aftann sem mér leist lítið á
Málið er frekar augljóst að BMW dælurnar passa ekki á E30 strutta beint , það þarf að ýtta þeim utar til að dælan fari rétt yfir diskinn
og þegar ég segi diskinn þá er ég að tala um að framann og af
VW Corrado sem er eini 280mm 4x100 diskurinn sem ég veit um og er auðfáanlegur á íslandi,
Þannig að ég þarf að hanna bracket til að halda dælunni utar en original,
þar sem ég á auka E30 strutta þá er það lítið mál, nema að mig vantar disk, en ég verð bara að kaupa disk þegar ég á auka aur,
Þá fínt að versla bara Brembo´s frá Stillingu.
Að aftann þá held ég að 325iX Touring diska conversion verði að vinna
það eru 258mm kældir diskar, sem er plenty nóg að aftann,
Málið þar er að ix touring hubbinn ýtir felgunni utar, en þar sem að ég er með spacer núna þá tek ég hann bara í burtu
Þetta verður hobby project í sumar og næsta vetur,
myndir þegar eitthvað fer að skýrast,
endilega commenta ef þið eigið innlegg í málið
EDIT :
Hérna eru myndir af dælunum

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
