Sælir.
Þetta er alveg stórkostlegt... þið hafið væntanlega heyrt þessar gömlu góðu kerlingasögur um að BMW sé eitthvað að bila meira en aðrir bílar...
Nú lenti ég í því í gær að vagninn minn lagaði sig sjálfur!
Alveg frá því ég eignaðist bílinn hefur samlæsingin öðru megin að aftan verið biluð svo maður hefur þurft að læsa og aflæsa handvirkt með pinnanum. Þetta var svosem ekkert að angra mig það mikið svo þetta var alls ekki efst á framkvæmdaplaninu. En viti menn, núna mörgum mánuðum síðar þá allt í einu hrekkur þetta í lag og samlæsingin í fínu lagi allan hringinn.
Nokkuð magnað!
Það er ekkert sem mér dettur í hug sem gæti hafa gerst, ég hef ekkert verið að gramsa í neinu nálægt hurðinni eða ef út í það er farið neinu tengdu rafmagni eða slíku. Líklega er eitthvað smá sambandsleysi í vírum sem hefur hrokkið í samband við að loka hurðinni... ætla að kanna það betur við tækifæri. Einhverjar aðrar hugmyndir annars hvað gæti hafa "lagað" þetta?