bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 11:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 
Author Message
PostPosted: Thu 03. Feb 2005 13:23 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Sælir.

Þetta er alveg stórkostlegt... þið hafið væntanlega heyrt þessar gömlu góðu kerlingasögur um að BMW sé eitthvað að bila meira en aðrir bílar...

Nú lenti ég í því í gær að vagninn minn lagaði sig sjálfur! :lol:

Alveg frá því ég eignaðist bílinn hefur samlæsingin öðru megin að aftan verið biluð svo maður hefur þurft að læsa og aflæsa handvirkt með pinnanum. Þetta var svosem ekkert að angra mig það mikið svo þetta var alls ekki efst á framkvæmdaplaninu. En viti menn, núna mörgum mánuðum síðar þá allt í einu hrekkur þetta í lag og samlæsingin í fínu lagi allan hringinn. :-D

Nokkuð magnað!

Það er ekkert sem mér dettur í hug sem gæti hafa gerst, ég hef ekkert verið að gramsa í neinu nálægt hurðinni eða ef út í það er farið neinu tengdu rafmagni eða slíku. Líklega er eitthvað smá sambandsleysi í vírum sem hefur hrokkið í samband við að loka hurðinni... ætla að kanna það betur við tækifæri. Einhverjar aðrar hugmyndir annars hvað gæti hafa "lagað" þetta?

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Feb 2005 13:35 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 20:30
Posts: 306
Location: Akureyri
bwahahaha :D
BMW: Bilar Meira en Wenjulega
Bara Meiri Wandræði

becomes

BMW: Bilar Minna en Wenjulega
Bara Minni Wandræði

alveg eins og ég hef ALLTAF sagt....... 8)
BMW #1 :D :D :D


en já, ég myndi bara ekki hafa hugmynd.... kannski var sambandsleysi og bíllinn þinn sprautaði bara sjálfur WD-40 á þetta :)

_________________
Valli,
VW Passat 4motion '07
Kawasaki Z-750 '07
Ski-Doo mxz 600


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Feb 2005 13:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Þetta kalla ég nú nokkuð góðan fídus í bílnum 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Feb 2005 13:47 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
vallio wrote:
en já, ég myndi bara ekki hafa hugmynd.... kannski var sambandsleysi og bíllinn þinn sprautaði bara sjálfur WD-40 á þetta :)


Líklega skýringin hingað til er reyndar að hann hafi bara verið að halda upp á afmæli eigandans... ;-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 03. Feb 2005 14:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Lenti nú reyndar í svipuðu í sumar, þá einmitt duttu læsingar hjá mér út. Svo komu þær aftur inn. Reyndar ekki mörgum mánuðum seinna heldur bara þegar ég skellti hurðinni svona sæmilega 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 04. Feb 2005 16:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 08. Jun 2003 03:11
Posts: 1494
Location: Reykjavík
Ég lenti nú í því að miðstöðin hjá mér var alltaf með þvílík læti,
svona ískur og skruðningur í mótornum og hún virkaði ekki á
stillingu eitt.
Svo allt í einu þá dó bara á henni og ég slökkti og kveikti aftur og
viti menn núna er bara allt í góðu standi og heyrist ekki múkk í henni :D

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Feb 2005 00:55 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
Jónki 320i ´84 wrote:
Ég lenti nú í því að miðstöðin hjá mér var alltaf með þvílík læti,
svona ískur og skruðningur í mótornum og hún virkaði ekki á
stillingu eitt.
Svo allt í einu þá dó bara á henni og ég slökkti og kveikti aftur og
viti menn núna er bara allt í góðu standi og heyrist ekki múkk í henni :D


hefur þetta ekki með frosta-dagana að gera,
mín ískraði soldið first þegar frostið var mikið.
en er núna til friðs....

allavega , bara besta mál.

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 07. Feb 2005 00:25 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Mon 19. Apr 2004 02:07
Posts: 2645
Location: á M5 á hlið eða í læknis leik með systur þinni
já ég kannast við þetta alveg síðan ég keypti minn bíl hefur rafmanið í speglum ekki virkað en svo allt í einu um daginn var það bara komið í lag all by it self :D

_________________
Þórður Finnbogi
GSM:663-2524

BMW M5 E39 1999 veðlaus :D
BMW 316i E36 1999 kraftlaus
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 23. Feb 2005 01:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
minn var að taka upp á þessu áðan :)

mótorinn fyrir bílstjórahurðina datt úr sambandi í haust og ég var ekkert að kippa mér upp við þetta þar sem ég opna hvort eð er alltaf með skránni.

svo bara áðan þegar ég ætla að fara að læsa eins og venjulega með lyklinum þá heyri ég í mótornum og voila búið að laga þetta :lol:

bmw bilar ekki, hann lagar 8)

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 23. Feb 2005 08:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
hmm.. med thessu áframhaldi.. thá má ég bara eiga von á ad 325 bíllinn minn verdi búinn ad rada sér sjálfur saman og bídi bara eftir mér thegar ég kem heim! :shock: :clap:

:naughty:

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 23. Feb 2005 08:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Hehe don't push it :lol: .. En hann verður kominn vel á stað 8)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 25. Feb 2005 13:28 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Svezel wrote:
minn var að taka upp á þessu áðan :)

mótorinn fyrir bílstjórahurðina datt úr sambandi í haust og ég var ekkert að kippa mér upp við þetta þar sem ég opna hvort eð er alltaf með skránni.

svo bara áðan þegar ég ætla að fara að læsa eins og venjulega með lyklinum þá heyri ég í mótornum og voila búið að laga þetta :lol:

bmw bilar ekki, hann lagar 8)


Snilld!! Gaman að þessu! :-D

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 12 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 19 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group