Jæja þá eru sætin komin á klakann.
Sætin eru úr E46 M3 cabrio eins og áður segir. Eru klædd svörtu leðri og rafmagn í öllu.
Ég setti farþegasætið í áðan og sýnist þetta ekki eiga eftir að vera mikið mál. Rafmagnsdæmið gekk strax, allar færslurnar virka. Það verður að vísu svolítið mál að fixa festingarnar í gólfið því að götin þar passa ekki. En það ætti ekki að vera svo mikið mál.
Svo er smáatriði líka að minnið sem er í bílstjórasætinu.. er í farþegasætinu hjá mér. Ég keypti þetta í U.K. og hafði hugsað mér að það væri bara betra því þá fengi ég alveg óslitið bílstjórasæti fyrir mig. En ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því. Það sér ekki á þessum sætum.
En ég er mjög ánægður. Helsta vandamálið er að mér sýnist, að ég er mjög ofarlega í bílnum. En þegar ég er að skipta milli sæta er ekki mikill munur. Ég var líka mjög nálægt þakinu í þessum gömlu. Hugsa að það skipti ekki máli.
Þessi sæti eru þægilegri en hin hvað það varðar að þau klemma mig ekki saman að neðan aftan (lesist rassinum). Það var frekar pirrandi á langkeyrslum. Svo er bakið líka aðeins hærra á þessum ég var alltaf með hluta af bakinu mínu fyrir ofan sætisbakið. Svo er setan líka lengri á þessum og gefur mér betri stuðning við lærin. Og náttúrulega ekki síðast en síst, það er ekkert marr og ískur í þessu. Hin voru orðin frekar slitin mekansískt séð. Til að fella sætin fram og svoleiðis. Marraði og ískraði allt saman.
En semzagt...
