Sælir félagar.
Bara verð að nota tækifærið og mæla með
BMWSpecialisten. Ég var í Danmörku í vikunni og stoppaði í nokkra daga í nágrenni við Århus og pantaði eitthvað smáræði (lakk og nýru) hjá þeim áður en ég fór og lét senda þangað sem ég gisti.
Þjónustan er þrælfín, átti ágæt samskipti við þá, allt í tölvupósti, og þeir stóðu sig mjög vel og varan kom á réttum tíma, jafnvel þó tíminn hafi verið nokkuð naumur þar sem ég var seinn á ferðinni að panta og þeir áttu lakkið ekki á lager hjá sér, auk smá klúðurs í bankanum hjá mér með að faxa staðfestingu á greiðslunni.
Semsagt, mæli með gaurunum! Mjög góð þjónusta og þjónustulundin var ekkert minnka þó ég hafi verið að kaupa smáræði og með veseni, borga hér og senda þangað osfrv. Það er því miður eitthvað sem maður lendir stundum í að það sé eins og að verslunum finnist það ekki taka að þjónusta mann nema maður sé að versla fyrir formúgur.
Þeir hjá BMWSpecialisten hafa svosem fengið jákvæða umræðu áður hér á spjallinu en mér fannst ég samt verða að koma þessu á framfæri.
PS: Þar sem ég er núna kominn með ný nýru þá er spurning hvort ég geti ekki látið mín upp í nýjan M5?
