bebecar wrote:
Mig langar að koma með annan punkt hérna. Það er til hellingur af "enthusiast" klúbbum í heiminu, sérstaklega fyrir bíla. Finnst ykkur líklegt að það verði "enthusiast" klúbbur fyrir Passat eftir 20 ár? Einu VW klúbbarnir í dag eru klúbbar með gömlum bjöllum og fyrstu og kannski annarri kynslóð af Golf GTi (jú og kannski Corrado líka).
Það er nú alls ekki rétt að einu VW klúbbarnir séu bara um Golf mk1 eða mk2. Bæði Golf mk2 og mk2 klúbbarnir fara hratt fækkandi og mk3 og mk4 verða ódýrari og klúbbar um þá bíla eru alveg til staðar. Reyndar eru þetta aðallega VW klúbbar eða jafnvel VW Golf klúbbar og það er alls ekki þannig að einu bílarnir í þeim klúbbum séu Corrado eða Golf mk1 eða mk2. Ég ætti að vita sitthvað um þetta, sem gamall/núverandi Golf mk2 nut og gamall Golf GTi mk2 eigandi.

Ég fór á gömlu góðu mk2 linkanna mína í favorites, nánast allar heimasíðurnar voru hættar, uppfærðar í mk3 eða mk4 eða að hætta. Hinsvegar er alveg rétt að EKTA no bullshit "enthusiast" kúbbarnir eru mk1 og mk2, en málið er bara að almennt eru þessir ekta "enthusiast" klúbbar að deyja út, kannski í takt við það hvað bílarnir verða ópersónulegir. Klúbbarnir eru alveg til, en krafturinn og áhuginn er ekki eins einlægur, því miður.
Mikið er ég annars kominn með leið á þessum blessaða Passat og allt tal varðandi hann!
Finnst mér líklegt að það verði klúbbur gerður um venjulegan Passat eftir 20 ár? Auðvitað ekki, enda var Passat aldrei bíll hannaður með það í huga að vera "enthusiast" bíll. Nákvæmlega það sama er núna hægt að segja um venjulega 20 ára bíla, margir þeir voru venjulegir og þykja/þóttu hundleiðinlegir. Bílar sem var ætlað til að vera öruggir fjölskyldubílar verða aldrei "enthusiast" bílar. Það eru til HELLINGUR af glænýjum bílum sem verða klassískir eftir 20 ára og verða "klúbbs" bílar, en Passat er sennilega ekki einn þeirra. Þar að auki er líklegt að nýju ópersónulegu bílarnir núna, þyki persónulegir og sjarmerandi eftir 20 ár. Það er ekki bara nóg að bíllinn sé gamall, hann verður líka að vera eitthvað sérstakur á þeim tíma!
Annað sem er hægt að segja er að ólíklegustu bílar geta verið "enthusiast" bílar. Það er enginn ein formúla fyrir "enthusiast" bíl. Smekkur manna er misjafn og "enthusiasism" getur verið fyrir alls konar bílar, ljóta sem fallega, persónulega sem ópersónulega, gamla sem nýja. Fólk er bara gift einum í einu, það eru ekki allir giftir sömu frábærunni konunni (þótt þeir vilji það kannski).
bebecar wrote:
Hvað varðar öryggi bíla þá verð ég að líta svo á að vel sé hægt að gera E21 eða E23 jafn örugga og nýja bíla. Það þarf bara smá breytingar. Það er hægt að setja í þá ABS t.d. og spólvörn og veltibúr myndi gera ansi mikið ásamt góðum stólum og beltum.
Það má mál vera að það sé hægt, en hvers vegna er það ALDREI gert? Þegar bebecar eða Sæmi og þið allir kaupið E21 eða E23 hugsið þið þá: "Vááááá, þessi verður sko svakalega öruggur þegar ég set í hann ABS, ASR spólvörn og Airbags!"?
Ég skil ekki þetta "hvað sé hægt að gera ef" tal. Höldum okkur við forsendurnar sem gefnar eru, þ.e. hvernig bílarnir eru, ekki hvernig bílarnir geta verið
ef þetta eða
ef hitt.