hlynurst wrote:
Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur.
Roadster er meira fyrir konur. Fínar línur og svolítið veiklegur.
Coupe er meira hardcore með hvassari línum og kraftlegur.
Ég verð að bæta við að ef einhver nýlegur bíll er með skemmtilegan
roadster fíling þegar maður situr undir stýri þá er það þessi bíll. Kúpta
lagið á húddinu er svolítið rokk og innréttingin er alls ekkert til að kvarta
yfir.
Annars ók ég allan ársins hring í þrjú ár á svona 1,9 bíl, einfaldlega er
þetta mjög flottur bíll, en ekki mikill sportbíll sem slíkur. Hann er hrein
snilld í snjó og fór lengra en ég hafði nokkurn tímann búist við, eyddi
sáralitlu og engin auka viðhaldskostnaður fór í hann, fyrir utan þetta
venjubundna slit..
Eintökin á götunum eru æði misjöfn og oft furðulega hátt verðlagnir.
Ég íhugaði mikið að skipta úr 1,9 bílnum í M bíl á sínum tíma en ekkert
varð að því, sennilega vegna þess að erfiðlega gekk að selja bílinn minn.
En þar sem M bíllinn er stífari(sem 1,9 bíllinn var ekki) og svona
skemmtilega öflugur þá er þetta örugglega með þeim skemmtilegri
og flottari bílum á götunni í dag punktur