þetta gekk mjög vel og aðferð óskars er klárlega rétta aðferðin.
Losaði bara um listann inni í bílnum allan hringinn (bara með höndunum) og þá var það lítið mál að ýta glugganum út og hann þá laus ásamt gúmmílistanum sem hann situr í.
Hreinsaði þetta svo allt vel og setti gluggan aftur í listann ásamt svörtu listunum og svo festi ég þetta aftur í byrjaði niðri þ.e. lagði hann þar í og hjálpaði svo til að innan með því að spenna gúmmið yfir brúnina á boddý'inu og ýta glugganum inn að utan á víxl og þá kemur þetta mjög fljótt.
Tók ekki langan tíma og sást ekkert þ.e. alveg eins og glugginn hafi verið settur í í verksmiðju BMW
