Er á michelin alpin dekkjunum (sunny gti) eins og hinir tveir bílarnir á heimilinu (sprinter og sjsk benz). Hafa reynst mér mjög vel og aldrei lent í veseni þau rúmu 2 ár sem ég hef haft teinið enda passa ég alltaf uppá að dekkin séu hreyn og með réttan loftþrýsting. Og ég keyri mjög mikið vegna vinnu og búsetu.
Vill ekki sjá þessi helv. nagladekk hér í bænum en get mögulega skilið þau hjá þeim sem eru
mikið úti á landi. Væri reyndar til í að heyra meira um þessar 21. aldar keðjur sem bættu það þá kannski upp
Annars rústa naglarnir bara malbikinu hér í bænum og nánast aldrei þörf á þeim. Allavega hef ég aldrei hugsað til þess að það væri gott að vera á nöglum þótt ég keyri nú ekki hægt. Það er helvíti að keyra alltaf í þessum helv. hjólförum eftir naglana sem fyllast síðan af vatni þegar kemur smá bleyta og það verður þá óöruggara og óþægilegra að keyra á götunum nema þennan 0,000?% tíma sem nagladekk gera mögulega gagn. Man t.d. eftir því að ég fylgdist einu sinni sérstaklega vel með malbikinu á hringbrautinni þegar það var ný búið að malbika á kafla þar rétt áður en allir fóru að setja naglana undir. Sirka 2 mánuðum seinna var það aftur orðið hryllingur eftir þá enda er varla til malbik hér í bænum sem kalla má svo mikið sem ágætt!! Jaðarselið var líka loksins malbikað aftur í sumar en er aftur orðið frekar slæmt núna.
Fólk getur bara aulast til að keyra miðað við aðstæður og hætta að vera svona djöfull paranoid. Maður gerir bara allt sem maður getur og það versta sem maður getur gert er að panica að mínu mati og vera óöruggur undir stýri. Ég er alltaf tilbúinn á hammaranum sem hefur mögulega bjargað mér einhvern tímann og er tilbúinn að stýra frá. Enda hugsa ég alltaf að ef ég lendi í e-u þá geri ég allt sem ég get til að komast hjá slysi og ef það dugar ekki þá verður bara að hafa það (btw. ég er tjónlaus)
Frænka mín sem er ca 40 ára lenti einmitt í árekstri við mjólkurbíl sem keyrði fyrir hana. Það var hálka úti og hún á sumardekkjum á trooper. Var á lítilli ferð sagði hún og sagðist hafa frosið bara og bremsað en "ekkert" gerðist þannig að hún horfir bara á sjálfa sig lenda á bílnum (þannig að hún hafði nú smá tíma). Kennir að sjálfsögðu því um að vera ekki á nöglum og notar því ekki annað núna og finnur þessa líka þvílíku öryggistilfinningu þegar hún heyrir í nöglunum
rífa í malbikið. En ég segi bara, af hverju sveigði hún bara ekki útí kant eða e-ð?? Af því að hún panicaði!!! Og hún hefur þá að sjálfsögðu ekki prófað góð naglalaus dekk en fer samt aldrei útá land að vetri til svo ég viti.
Og síðan má náttúrulega bæta við menguninni sem naglar valda, kostnað við að halda malbikinu við, töfum vegna gatnaviðgerða osfrv.
Þannig að niðurstaðan er, nagladekk AIN´T WORTH IT!!! Ég meina, common, hversu oft hafið þið þurft nagladekk hér í bænum nema þetta 1 skipti á ári sem þið voruð í vandræðum í innkeyrslunni og voru skítug dekk þá kannski ekki ástæðan fyrir því þar sem götur eru löðrandi í tjöru??
Þið verðið að afsaka lengdina á þessu en þetta naglakjaftæði fer virkilega í taugarnar á mér!!

Gæti haldið nánast endalaust svona áfram en þarf núna að ná í félaga minn níðrí bæ!!