Ég ætla að reyna að hafa aðeins fleiri orð um þetta mál.
Megin regla á bmwkrafti er að fyrirtæki skuli ekki auglýsa þar.
Þessari reglu fylgja þó nokkrar undantekningar (eins og öllum reglum).
Í fyrsta lagi hefur fyrirtækjum sem sérstaklega styrkja starfssemi klúbbsins (s.s. B&L) verið leyft (og aðstoðaðir við)
að setja inn auglýsingar við sérstök tilefni. Sem dæmi um þetta mætti nefna þráðinn þar sem meðlimum BMWKrafts
voru boðin bodykit á E46 á mjög hagstæðu verði.
Hin undantekningin varðar svör við "óskast" þráðum.
Hérna er best að taka dæmi.
Notandi óskar eftir
Bassakeilu, 150W eða öflugri, og magnara til að knýja hana áfram.
Ef að fyrirtæki myndi taka sig til og svara þræðinum hans með "
Kíktu á heimasíðuna okkar, xxx.is, við eigum allskonar græjur!",
þá yrði þeim pósti
líklega eytt strax.
Aftur á móti ef að fyrirtækið myndi svara "
Við eigum Kenwood 12 tommu keilu, 200W og 250W Kenwood magnara saman á 25.000kr."
myndi póstinum
líklega ekki verða hent.
Munurinn felst í "markhópi" svarsins, þ.e. okkur finnst allt í lagi þegar fyrirtæki svara með
ákveðna vöru á
ákveðnu verði og varan
á við efni þráðarins, en okkur finnst bmwkraftur ekki vera vettvangur fyrir fyrirtæki til að koma sér á framfæri almennt (nema í þeim tilfellum sem þau eru í samstarfi og/eða styrkja bmwkraft sérstaklega).
Ef þið teljið að fyrirtækjum hafi verið mismunað hingað til stafar það líklega af einhverjum af undantöldum ástæðum.
Fyrirtæki sem bjóða meðlimum fastan afslátt gegn framvísun meðlimaskírteina eða styrkt okkur með öðru móti njóta að sjálfsögðu meiri réttinda heldur en þau sem hafa ekkert með bmwkraft að gera.
Þetta er orðið nógu langt í bili, en það mun verða póstað betri skilgreiningum á þessu fljótlega, þetta er meira
svona braindump frá mér í þetta skiptið.
Ef þú, Gústi, eða aðrir í svipuðum sporum hafið áhuga á því að bjóða meðlimum bmwkrafts sérstök kjör eða
hafið áhuga á einhversskonar samstarfi eruð þið hvattir til að hafa samband við stjórn klúbbsins í gegnum
tölvupóst á admins@bmwkraftur.is