Já Gesturinn, það er gaman að þessu
Ég get bara ekki annað en brosað og skemmt mér hið besta. Það má segja að ég elski BMW ... suma allavega

En nei nei, ég er ekkert móðgaður, tek þessu alls ekki óstinnt upp. Mér finnst það sjálfsagt að fólk hafi öðruvísi skoðanir á hlutunum en ég. En mér finnst líka sjálfsagt að aðrir taki þá tillit til þess að ég hef kannski öðruvísi skoðanir en það sjálft. Og jafnvel fleiri til ! Þessvegna æsir það upp í mér tilfinninguna

þegar komið er með fullyrðingar sem ég er ekki sammála.
Mér finnst skrif þín nú alveg einkennast jafn mikið af tilfinningu og mín og skil ekki af hverju það er slæmt að láta stjórnast af þeim? Mér finnst bara hið besta mál að hafa einhverja sannfæringu til að fylgja. Enda hefur mér fundist á þínum skrifum að þú hafir nokkuð sterkar meiningar eins og ég
gesturinn wrote:
Láttu ekki svona! E21, E23 (eða þessir eldgömlu bimmar) er óöruggur, miðað við nýjustu bílanna og þá eru þeir óöruggur yfir höfuð. E21 er ekki með airbag, ekki með abs, engar styrkingar, boddyið er orðið gamalt, engar af þessum öryggiskröfum og það var bara ekkert verið að gera ráð fyrir neinum öryggisneinu á þessum tíma. Hvað ætli hann mundi fá margar stjörnur hjá NCAP? Já, enga. Af hverju? Því hann er alls ekki nógu öruggur.
Ég ætla bara víst að láta svona

Það er mín skoðun að E21 eða E23 séu ekki eldgamlir bílar og þeir séu öruggir.
Það er bara þín skoðun að þeir séu óöruggir og stjörnugjöfin sem þú ert að tala um hjá NCAP er bara ágiskun hjá þér. Ég er með þá ágiskun að E23 komi ekki verr út úr stjörnugjöfinni heldur en glænýr Daiwoo Matiz.
Hvað er öruggara í bíl framleiddum í dag heldur en 1982 módel af E21/23/24 sem dæmi, fyrir utan loftpúðana? Þá er ég að sjálfsögðu að tala um bíl sem hefur fengið viðunandi viðhald.
Svona í leiðinni get ég nefnt að E24 bíllinn, sem var hannaður á grunni E28 bílsins (þ.e.a.s. 6-línan eftir 1982) fór talsvert fram úr þeim stöðlum sem eru í ameríku. BMW vissi ekki hvað ameríkaninn myndi verða strangur á reglum varðandi styrk bíla í framtíðinni. Svo til að þeir myndu ekki lenda í vandræðum seinna meir með ameríkumarkaðinn, líkt og með fyrirennaran E9 (Cs bílinn), þá höfðu þeir bílinn mun sterkari en kröfur komu svo til með að segja til um.
Það var meira notað af stáli í bílinn heldur en væri gert í dag! Eftir 1983 var meira að segja dregið úr notkun efnis í bílinn til að minnka viktina, því nægjanlegur styrkur fékkst samt sem áður. Og þannig var bíllinn framleiddur allt til 1989.
Ég er hjartanlega sammála þér að
eldgamlir bílar eru óöruggir. Ford T módel er óöruggur. BMW 3.0 Csl er óöruggur á vissan máta (þakið er með mjög lítinn styrk, ef bíllinn skyldi velta). Bílar sem voru með skálabremsur að framan eru óöruggir osfrv.
En E21 er með styrkingar í öryggisskyni. Sama á við um E23-E24 og E28. Í handbók bílsins segir að hann sé með "Safety occupant compartment with built-in roll bar. Impact absorbing front and rear body sections with controlled deformation behavior" E21 er reyndar ekki með ABS, en hinir eru það.
Ég er alls ekki að tala um að taka allt öryggisdótið úr nýjum Passat þegar ég er að bera saman öryggisbúnað bílanna. Það sem ég er að segja með því er: Það er með réttu hægt að segja að í dag sé nýr Passat öruggari bíll en 1983 módel af 735i, því Passatinn er með airbag! En ef við lítum framhjá loftpúðunum, þá vil ég meina að bílarnir séu með sambærilegan öryggisbúnað. Hvað hefur Passatinn framyfir 735i bílinn?
Það var punkturinn minn með að eftir 10-15 eða 20 ár, þegar loftpúðinn í Passatinum er búinn að liggja inni í stýrinu í öll þessi ár. Þegar kemur að því að lofpúðinn á að blása út þá, þá myndi ég ekki treysta honum fyllilega. Ég bara hef ekki hugmynd um hvort það myndi virka. Málið er bara að það er ekki komin reynsla á það.
En auðvitað myndi ég treysta jafnt á bremsurnar á 20 ára Passat og 40 ára BMW. Því að sem meðvitaðir bíleigendur sjáum við að sjálfsögðu um að halda bremsubúnaði bílanna (sem er eitt stærsta öryggistækið) í góðu ásigkomulagi

Svo er bara spurning hvor er með öflugri bremsur.
Ég hef ekki hugmynd um bremsubúnaðinn á Passat, en ég veit að bremsubúnaðurinn á E23 er 4 bremsudælur að framan á hvorum kældum disk, og 1 dæla að aftan á heilum disk. Sami búnaður og er notaður á M635csi (6sec í hundraðið).
gesturinn wrote:
Það er eins og þú takir þessu sem árás á BMW sérstaklega. Ég er bara að tala um gamla bíla yfir höfuð. BMW '81 er gamall bíll og því fínt að taka hann sem dæmi.
.
Annars tek ég þessu ekki sem árás á BMW. Ég tek þessu bara sem gagnrýni á ELDRI bíla. Að segja að 1981 módel af BMW sé gamall er afstætt. Þá hlýtur BMW Dixie að vera ELDGAMALL bíll
gesturinn wrote:
Enda var ég að tala um ókomna framtíð. Það kemur að því að tölvur búi tölvur, með nánast engri hjálp heimskra manna! Auðvitað verða bílarnir ekkert algerlega lausir við bilanir, en þróunin er þannig að bílar bila allt minna og minna. Það er staðreynd. Þessi þróun verður alltaf hraðari og hraðari. Bílar bila alltaf minna!
Já, það er þín skoðun. Ég er bara ekki sammála. Ég held að það verði aldrei til tölva sem sér um að hanna tölvu og setja hana saman. Ég held það verði alltaf að koma "heimskur maður" inn einhvernsstaðar í ferlið. Og meira að segja kannski klár maður ef við verðum heppin
Og hvaðan færðu þá staðreynd að bílar bili alltaf minna og minna eftir sem nýrri módel líta dagsins ljós? Mér hefur nú sýnst að bílar bili bara ekkert minna og minna. En ég hef ekkert á bak við þá skoðun nema mína tilfinningu.
gesturinn wrote:
Auðvitað eru alltaf einhverjir sem vilja 15-20 ára gamlan BMW, sem betur fer! Auðvitað er það af hinu góða. En það er alveg ljóst mál að kröfur almennings eru hærri en svo að eiga 15-20 ára gamlan BMW. Undantekningar sanna regluna. Það er líka af hinu góða, því þá getur þessi þróun fengið að þróast.
Og þarna enn einu sinni er ég ekki sammála (hehe, hljómar kunnuglega). Ég ER almenningur og það er mín KRAFA að eiga 15-20 ára gamlan BMW. Það getur verið að
meirihluti almennings vilji ekki eiga svona bíl, en ég vil það.
gesturinn wrote:
Punkturinn var bara sá að 15-20 ára gamall BMW mengar minna en nýjir bílar, enda hafa kröfurnar hækkað og nýjir bílar menga margfalt minna.
Þetta átti ábyggilega að vera meira, en ekki minna. Ég er að mestu sammála þarna. Nema að það fer líka eftir vélarstærð hvað bíllinn er að menga miklu. Nýr bíll með stóra vél getur verið að menga meira en eldri með minni
Ahh.. nú veit ég hvað fær mann til að skrifa svona langa grein. Þetta er bara svo gaman

Já, maður er skrítinn.
Sæmi skrítni og tilfinninganæmi.
P.S. er það ekki það sem virkar á stelpurnar?