Gunnar H wrote:
Þó ég hafi nú ekki gaman að þessari umræðu þá ætla ég nú allavega að svara nokkrum hér.
Það er nú alveg augljóst að þessi þráður er til að auglýsa bíla, en það virðist ekki ver hægt án þess að menn skíti duglega yfir hlutina og það finnst þessum mönnum bara allt í lagi, svona umræða ætti að eiga heima í öðrum umræðuhóp með tilvísan í sölu þráðinn
sæmi
Mér finnst mjög gott að sjá það hafir það ekki í hyggju að særa einn eða neinn og segir það bara hreint út, en þetta er ekki spurningin um að særa eitthvern þetta eru bara skemmdarverk á söluþráðum manna
þessi bíll sem þú sýnir þarna er mjög flottur en að sýna þetta þér til rökstuðnings þá virkar það ekki á mig, fyrir það fyrsta þá er hann einungis ekinn svipað og bíllinn sem ég auglýsi en ekki 300þús. Það verður bara að segjast að bíll sem er búinn að vera á götunni í 18 ár er töluvert ryðgaður, en auðvitað er til undantekningar á því og ég er að auglýsa eina
og meira varðandi þennan bíl sem þú sýnir, þeir eru nú mjög svipaðir í útfærslu en nokkra hluti myndi ég nú setja fyrir mig bíllinn sem ég er með er með
rafmagnstopplúgu.
hauspúða afturí.
betra stýri.
batra ástand á leðri.
svo er hann original.
þetta eru svona nokkrir kostir sem eru augljósir strax.
Sælir aftur.
Svona til að svara ummælum þínum þá setti ég þessar línur á skjá:
Hvað kallar þú að skíta duglega yfir hlutina? Er það ekki bara eðlilegur hlutur þegar verið er að auglýsa hlut eins og bíl, að þá komi fram spurningar og skoðanir? Það að gagnrýna hluti með rökum hefur ekki hingað til kallast að "skíta yfir hlutina" á mínum bæ.
Hvað eru skemmdarverk á söluþræði? Kallar þú það skemmdarverk að skrifa eitthvað sem gæti dregið úr áhuga manna til að kaupa það sem er verið að auglýsa? Ef skrifin eiga við rök að styðjast, þá getur nú varla verið hægt að kalla það skemmdarverk. Ef þú ert með allt hreint í pokahorninu og ert sannfærður um ágæti þess sem þú ert að auglýsa, þá þarftu engar áhyggjur að hafa. Þá tollir enginn skítur við þig sama hveru mikið er ausið, því allir sjá þegar verið er að bera upp rangar ásakanir.
Varðandi bílinn hans Sveinbjarnar sem ég tók sem dæmi, þá var það ekki ætlun mín að finna bíl sem er ekinn 300þús. km. og haugryðgaður eins og þú varst að tala um.
Ég var að benda á að hægt er að fá bíl, svipað ekinn eins og þinn, þremur árum yngri og að mínu mati betur búinn en þinn, Í TOPPSTANDI fyrir helmingi meiri pening en þú auglýsir þinn á
Það er svo mat hvers og eins hvaða búnað maður vill hafa í bíl og ég ætla mér ekki að reyna að halda fram að eitt sé betra en annað í þeim efnum.
Ég persónulega myndi taka Xenon, M-tec II og Keskin felgurnar fram yfir annan búnað, það liggur mikill peningur í þessu. En eins og ég sagði þá er þetta matsatriði og engan veginn góður efniviður í rökræður
Þó svo að bíll hafi verið á götunni í 18 ár, þá er ekki þar með sagt að hann sé ryðgaður. Ég hef keypt og kynnt mér nokkra bíla úti í Þýskalandi og það er ekki hægt að bera saman ástand á þeim og bílum hér heima hvað ryð varðar.
Kveðja,