3000gtvr4 wrote:
fart wrote:
Ég er náttúrulega búinn að keyra uþb 7-8000km á 11psi á orginal involsi með 0.140MLS en þá voru hringirnir orðnir slappir.
Fyrir mig var í raun ekkert annað í stöðunni en byggja vélina upp frá grunni með sérvöldu. Ég hef líka frekar litlar áhyggjur af því að mótorinn gefist upp þrátt fyrir aukinn blástur svo lengi sem tjúnið heldur. Sérfræðingarnir segja að kjallarinn hjá mér eigi að þola þúsund hesta, já.. kanski í kvartaraspyrnum en ekki brautarakstri. Þess vegna bind ég vonir við að hann hangi í 3-4 ár á 500-600hp í blönduðum brautarakstri.
Ég fór 7500km á 12 til 15 psi á mínum bíl með yfir 10 í þjöppu svo það margt hægt að gera
Annað Gunni hvað getur þetta haldið út lengi svona á 500hp er reynsla á því úti?? þá er ég að tala um 10þús km eða meira??
Ending á svona kemur út frá álblöndunni í stimplinum.
Ef stimplar brotna ekki, eða bráðna ekki, þá gerist ekki neitt nema aukið cyclic fatigue (notkunar þreyta ef má kalla)
Þannig að ef stimplarnir áttu billjón hita cycle´s eftir þá kannski 50-70% af því eftir hvernig þeir eru kældir með bensíninu
og hversu vel afgasið er tekið í burtu,
Ef maður gerir það tvennt rétt þá endist þetta bara alveg andskoti lengi. Minna enn 50.000km kæmi mér á óvart.Fyrir utan að það verða nýjir hringir og alles hvort eð er.
Fyrir utan það að það er boost control takki inní bíl, og ég á nokkuð von á því að menn munu keyra mest í low boostinu, og ég mun líka stilla þetta þannig að það er ekki eitthvað of brjálað torque kick, hátt tog er samnefni með meiri cylender þrýsting sem er það sem leiðir til vandræða
Þannig að við getum litið á að stimplarnir undir mikill notkun þoli 750nm án þess að brotna undan cylender þrýsting eingöngu.
Þetta þýðir þá líka að þeir þola illa knock/detonation við kannski 700nm. Þar sem að detonation býr til meiri peak þrýsting í stimpilrýminu sem skilar sér illa í átaks framleiðslu.
Og þar sem að ég er með aðgang að dyno sem ég get notað alveg eins mikið og ég vil, þá get ég tjúnað þetta rólega til að aldrei þurfa lenda í knocki eða ofhitunar veseni. Og á sama tíma sett inn öryggis skilgreiningar sem taka í burtu afl ef svo seinna menn eru að keyra í aðstæðum sem eru ekki þær bestu.
Ég líka tjúna þetta í 500hö og ekki eitt auka hestafl. Comboið mun gera 500hö léttilega þannig að um leið og ég er kominn í 500hö þá er það komið.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
