gdawg wrote:
Quote:
Stangirnar eru stillanlegar og kannski maður stilli það eitthvað til þegar það kemur betri reynsla á þetta en eins og þetta er núna þá er bíllinn mikið betri! Hann liggur miklu betur í beygjum og er ekki að "plægja" eins mikið og áður ef maður tekur á í beygjum, núna bara beygir hann og ég á nokkuð langt í að finna hvar limitið liggur. Smile En þetta er nú bara búið að vera undir í 1 dag svo það á kannski eftir að koma aðeins meiri reynsla á þetta.
Þetta er málið, stillanlegar anti-rollbars, vera með tiltölulega mjúka gorma og stýra veltunni með ARB.
Það var greinilegt uppá braut í gær að þetta er að gera mjög góða hluti! Reyndar var brautin bara sæmilega þurr í ca. korter en það var ,,,bara,,, fjör þá!

Í bleytunni var samt lítið að marka sérstaklega á dekkjum sem eru á síðustu kílómetrunum, hann átti það til að renna bara áfram í beygjum. En maður fór þá bara í smá dansæfingar í staðinn.

Stangirnar eru núna í miðjustillingu að framan (3 göt) og stífari að aftan (2 göt). Mér sýndist á því sem ég hef lesið mér til um að það ætti að fara þannig meira út í yfir- en undirstýringu og held að það sé nokkuð rétt m.v. þennan stutta tíma. En ég ætla ekkert strax að fara að hræra í stillingunum, vil fá góða reynslu á þetta í þurru fyrst.
ValliFudd wrote:
Smá munur

Það er eins og ég sé að VELTA miðað við stöðugleikann á þínum.. Hlakka til að sjá mynd af þér í beygju í þurru.. Vonandi á næsta leikdegi?

Sjá hve mikið hann hallar..
Sammála.. vonandi hangir hann þurr næstu helgi en hvernig sem veðrið verður þá mæti ég örugglega á næsta leikdag.
Hlakka líka til að sjá 330i í action!
