Ég hef reynslu af bæði PDA og Laptop tengdum við GPS. GPS búnaðurinn var frá Pharos, tengdur í compact flash slot á bæði PDA og svo CF-adapter á Laptop.
PDA:
Notaðist við Ostia hugbúnaðinn sem fylgir Pharos. Nánast alltaf réttar leiðbeiningar, góðar uppfærslur á hugbúnaðinum - en PDAinn (Dell Axim 400MHz) var í raun of hægur f.þetta allt saman.
Laptop:
Notaði Microsoft Streets and Trips. Hér var ekki hægt að sjá "Turn by turn" leiðbeiningar / leiðbeiningar í rauntíma sem er mjög hjálplegt! Ekkert vandamál með hraða hér - en þegar laptop er kominn í framsætið er farið að þrengja svolítið að farþega. Engin leið var að láta þetta "falla inn í" cockpittið, og alltaf töluvert maus að taka með spennubreyti, starta öllu saman, taka tölvu úr bílnum inn í hús etc etc.
Þrátt fyrir að sniðugt sé að vera með PDA sem býr yfir GPS og getur hjálpað manni með staðsetningar, þá er það mín skoðun að ekkert geti komið í staðinn fyrir tæki sem er "hreinræktað" í hlutverkið.
Kostir við tileinkað GPS tæki:
Fyrirferðalítið (oftast)
Hraðvirkt
Hægt að festa í mælaborð, jafnvel rúðu
Oft með meiri möguleika ( raddleiðbeiningar, leiðbeiningar í rauntíma etc)
Ef þú ert að spá í þetta fyrir akstur í Evrópu, þá myndi ég spá vel í að fá mér "hreinræktað" GPS tæki. Við fórum í skíðaferð frá Þýskalandi yfir til Austurríkis fyrir 3 árum, og þökk sé miklu tuði í okkur og plássleysi í 318i (sem er önnur saga að segja frá

)bíl fengum við Legacy með GPS búnaði. Skemmst er að segja frá að GPS tækið gjörsamlega bjargaði okkur. Svo mikið reyndar að við tókum aldrei upp kort
Á roadfly.org hefur mest verið talað um Magellan GPS tæki, og láta þeir vel af þeim. Hérna er útgáfa með 10GB HDD, og sérstaklega hugsuð f.Evrópu.
http://www.magellangps.com/en/products/product.asp?PRODID=1010
Leyfðu okkur að fylgjast með hvaða græju þú endar með
