Ég er búinn að vera að pæla frekar mikið í þessu. Það eru nokkur góð forrit fyrir windows 98/2k/xp til og þá þarf maður ekki annað en usb gps móttakara og spenni til að tengja fartölvu í bílinn. Ekkert voðalega dýrt ef maður á netta fartölvu.
Einnig hægt að kaupa útvarpstæki með innbyggðu leiðsögutæki stærri skjár kannki eitthvað gps loftnet og svo koma örvar og rödd. Það er náttúrlega ekkert voðalega handhægt til að ferðast með á milli bíla.
Ég er núna staðráðinn í því að fá mér palm eða lófatölva og gps móttakara á þessa vél og svo leiðsöguforrit. Kostar svona 300-400Euro sýnist mér. Þarna er maður líka kominn með mp3 spilara og þetta er einstaklega handhægt, sogskál í rúðuna og lítill litaskjár með örvum eins nálægt framrúðunni og hægt er. Fartölva liggur kannski í framsætinu og getur skapað hættu.
Sennilega mikilvægt að velja rétta forritið sem hefur skýrar örvar og ég myndi vilja geta haft möguleika á rödd.
Þetta er græja sem ætti að borga sig upp frekar fljótt ef maður er eitthvað á ferðinni erlendis. Aldrei að líta á kort, aldrei að tapa tíma í að leita að stöðum, aldrei að stoppa og staðsetja sig, aldrei spyrja til vega.
Ég er alltaf að skoða þetta á
www.ebaymotors.de undir Auto-Hi-Fi & Navigation > Navigation, CDs & DVD-Player