bimmer wrote:
Hver er þín skilgreining á lélegri þjónustu og attitudi?
Í flest öll skipti sem maður gengur inn þarf maður að bíða í 10-20 mín lágmark eftir þjónustufulltrúa.. þó maður standi einn inní bankanum. En það er eitthvað sem ég er ekkert að stressa mig mikið yfir

Ég ætla reyndar ekkert að vera að tala um hvaða banki þetta er.
En svo vantaði mig smá pening og bað um hækkun á heimild, sem er nú venjulega ekkert mál.. Ég var ekki yfir á reikningnum eða neitt samkvæmt heimabanka, hringdi inn og fékk þau svör að það væri ekki sjens því ég væri yfir á reikningnum. Ég var ekki með neina stæla eða neitt, bara útskýrði að heimabankinn segði annað, þá fékk ég bara massa attitude "JÁ ÞETTA ER BARA SVONA!!"...
Æji bara alot of little things bothering me... Margt smátt gerir eitt stórt, er búinn að vera smá pirraður útí litla hluti undanfarið en ekkert verið að gera neitt mál útaf því en þetta síðasta bara fékk mig til að nenna þessu ekki lengur.. Fæ misjöfn svör frá fólki og bara vil ekki lengur vera þarna... Svo ég var bara að gá hvar fólki leið best og svona. En maður hefur heyrt slæmar sögur af öllum bönkum en maður veit nú oftast ekki hvað býr að baki. Bankinn sem ég er í er örugglega fínn banki, ég var með frááábæran þjónustufulltrúa í honum fyrir 1-2 árum.. en hún fékk stöðuhækkun fyrir ári og getur ekki þjónustað mig lengur. Og eftir það fór allt til fjandans

Svo nú er komið að því að finna annan banka og annan þjónustufulltrúa
