bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 10:13

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 15:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Það er alþekkt staðreynd að þegar maður er nýbúinn að hafa einhverja alvarlega hluti i flimtingum þá koma þeir yfirleitt fyrir mann sjálfan með einhverjum hætti. Mitt dæmi er á þann veg að ég var í einhverri færslunni hérna að neða að skopast að nornabrennum á Íslandi fyrr á öldum og á mánudagskvöldið fékk ég það svo óþvegið í hausinn á mér aftur.

Við rauðhærðu bræðurnir ákváðum í sameiningu að það væri rosalega góð hugmynd að skreppa í ljós um kvöldið og pöntuðum okkur tíma á sólbrennslu og pyntingarstofunni "SÆLUNNI" í Kópavogi en þeir státuðu sig af því að bjóða kúnnum sínum upp á heitann pott og ég veit eikki hvað og hvað. Nú , við brunuðum upp í Kópavog um kvöldið og báðum örvitann sem var að vinna þar um leiðbeiningar þar sem við kunnum ekkert á kerfið þarna. Hún prangaði inn á okkur einhverju kortahelvíti með 3000 króna inneign og sagði okkur hvar ætti að stinga því. Við rauðbirknu bræðurnir smelltum okkur í pottinn og höfðum það all gott á meðan við biðum óaðvitandi örlaga okkar. Um síðir losnuðu tvær vítisvélar og við stungum kortinu okkar í einhverja maskínu og á digital glugga birtust tölur. Við völdum 9.50 og töldum okkur vera að velja mínúturnar sem við ætluðum að liggja í bekkjunum þar sem að það er hámarks tími fyrir okkur til að byrja með. Þegar inn í herbergið kom blasti þessi sataníska vél við mér og leit hún meira út eins og geimskip en ljósabekkur og bar nafnið Cadillac 3000! Með semingi lagðist ég allsber í bekkinn og beið þess sem verða vildi. Eftir að hafa legið á bekknum í ca. mínútu fór tólið í gang og ég get eiðsvarið það að það dimmdi í Kópavogi, svo mikið rafmagn virtist þetta helvíti nota. Ég dottaði strax í bekknum enda mjög þreyttur eftir að hafa unnið eins og mofo alla helgina í brjálaðri keyrslu en vaknaði innan skamms þegar mér var orðið annsi heitt svo ekki sé meira sagt. Mér fannst undarlega langur tími væri búinn að líða og fór fram til að athuga með stöðuna á bekknum. Þá voru 2 mínútur eftir og funheitur veruleikinn rann upp fyrir mér.....9,50 stóðu fyrir 950KRÓNUR sem þýddu 16 mínútur!!! Þroskahefta stelpan sem var að vinna þarna aulaði því svo út úr sér að þessir bekkir væru alveg nýjir og aðeins þeir alhörðust dveldu í þeim í 10 - 14 mínútur. Ég fann strax að ég var búinn að brenna mjög illa og á þeirri stundu langaði mig verulega til að leggja hendur á kvenmann í fyrsta skipti ævi minnar því að ég vissi alveg hvað ég átti í vændum næstu 2-3 dagana. HVERNIG HEFÐI VERIÐ AÐ AULA ÞVÍ ÚT ÚR SÉR STRAX HELV.....ANDSK....ILLA GEFNI ÞROLLINN ÞINN???

Kvalirnar byrjuðu svo um nóttina og ef ég hefði ekki verið svo heppinn að eiga 5.árs læknanema, hana Sólvegu að vinkonu þá væri ég sennilega bara dauður núna. Hún brunaði með mér í apótek og skrifaði upp á eitthvað heavy duty sterakrem sem ég er búinn að baða mig í síðan auk þess sem að matseðillinn minn samanstendur af 400 ml.gr. Íbúfen töflum og vatnsglösum oft á dag. Ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei upplifað verri dag á ævi minni heldur en gærdaginn. Húð mannslíkamanns er ca. 2 m2 og í mínu tilfelli er ca.90 % af þessum tveimur fermetrum brunnið til helvítis! 2.stigs bruni með blöðrum og tilheyrandi viðbjóðslegum sársauka. Þú getur ekkert gert. Ekki setið og varla sofið. Það að klæða sig í föt er pain pain pain og allar hreyfingar alveg fáránlega sársaukafullar. Ég og bróðir minn lágum bara eins og liðin lík ....mjög rauð liðin lík heima hjá mér í gær og grenjuðum úr kvölum á milli þess sem að við bárum kæli og sterakrem á bakið á hvorum öðrum og bruddum verkjatöflur. Í morgun leið mér svo eins og húðin mín væri 2 númerum of lítil og að hún mundi rifna þegar ég hreyfði mig en eftir kalda kælisturtu, krem og 3 Íbúfen leið mér það vel að ég gat drullað mér út og látið svalan vindinn kæla mig enn frekar niður. Reyndar þurfti endilega að vera sólskin í dag sem olli því að ég hljóp hvæsandi eins og vampíra inn á Kaffibrennsluna og settist í dimmasta hornið.

Og hverjum er svo um að kenna? Mér og engum nema mér...jú og vangefna hálfvitanum á sólbaðsstofunni fyrir að hafa leynt mig mikilvægum upplýsingum um að þessir bekkir væru nýir súper dúper heavy duty Turbo ofurbekkir og ekki gefið mér skýrari leiðbeiningar um hvernig ætti að nota þá en .... Hvað er ég sosum að fara í ljós? Það er vita mál að þetta er óhollt al helvedes til og ég með mína húð á bara ekkert að vera að þessu. Ég verð aldrei aldrei brúnn og töff....bara rauður. Reyndar verð ég brúnn á sumrin en það tekur langann tíma og oft brenn ég inn á milli en verð samt brúnn á endanum. Núna ætla ég bara að láta það duga. Summer sun og hvítur á veturnar með sloganið "Fölt er fallegt" að leiðarljósi. Núna sit ég s.s. á Kaffibrennslunni eins og rassskelltur karfi í framan og til að bæta gráu ofan á svart tiltölulega nýbúinn að taka tooth whitening process á tennurnar á mér þannig að ég lít út eins og hálfviti. Eldrauður í framan með skjannahvítar tennur. Jei!

Að sjálfsögðu er ég tilbúinn með aðrar skýringar á útliti mínu fyrir bresku fjölskylduna sem ég er að fara með eða ætla minnsta kosti að reyna fara með í túr um suðurlandið á morgun og hún er sú að ég hafi verið í 5 daga erfiðum trekking túr yfir hálendi Íslands og Vatnajökul í sól og blíðviðri. Mjög töff og hetjuleg skýring og mun betri en hin raunverulega.

Jæja, núna er mér orðið svo illt í rassinum að ég verð að fara út á Austurvöll, fara úr buxunum og kæla hann aðeins.......

Æi, hvað getur maður annað gert en að gera pínulítið grín að þessu öllu saman og hlægja aðeins að heimskupörum sínum?

Image

Needless to say þá er þessi mynd með saturation í botni,,, en ég var virkilega rauður þrátt fyrir það á henni.

_________________
Enginn BMW


Last edited by Kristjan on Thu 09. Mar 2006 06:29, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 15:58 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Ég hef alltaf haldið því fram að ljós séu af hinu illa! Það sannast bara hér
með. Ég hef heldur aldrei skilið conceptið að fara í ljós :?:

Ég segi það stoltur að ég hef aldrei farið í ljós!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:01 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 08. Jun 2003 03:11
Posts: 1494
Location: Reykjavík
Gunni wrote:
Ég hef alltaf haldið því fram að ljós séu af hinu illa! Það sannast bara hér
með. Ég hef heldur aldrei skilið conceptið að fara í ljós :?:

Ég segi það stoltur að ég hef aldrei farið í ljós!


Ég er svo sammála þér, hef aldrei farið í ljós, er líka með svipað hvíta húð og Kristján, myndi sennilega enda eins og hann.
Ég læt þessa sögu vera mér víti til varnaðar og sleppi helvítis ljósunum :wink:

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Bwah..
ég hangi yfirleitt 20mín í þessum bekkjum....

svo að þá hlýt ég að vera EXTREMELY harður !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Angelic0- wrote:
Bwah..
ég hangi yfirleitt 20mín í þessum bekkjum....

svo að þá hlýt ég að vera EXTREMELY harður !


That I´d like to see.....

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:05 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Angelic0- wrote:
Bwah..
ég hangi yfirleitt 20mín í þessum bekkjum....

svo að þá hlýt ég að vera EXTREMELY harður !


Þessir bekkir sem Kröderinn fór í eru über turbo bekkir með glænýjum perum.
Ég fer sjálfur í ljós einstöku sinnum yfir vetrartímann t.d. um jólin og svoleiðis.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
trapt wrote:
Angelic0- wrote:
Bwah..
ég hangi yfirleitt 20mín í þessum bekkjum....

svo að þá hlýt ég að vera EXTREMELY harður !


Þessir bekkir sem Kröderinn fór í eru über turbo bekkir með glænýjum perum.
Ég fer sjálfur í ljós einstöku sinnum yfir vetrartímann t.d. um jólin og svoleiðis.


Vill nú þannig til að það eru samskonar bekkir í Íþróttamiðstöðinni í Garðinum.. og þar stunda ég mína ljósatíma...

20mín eða ekkert... ég ætlaði að reyna við 40mín um daginn en gafst upp eftir 26mín...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:09 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Váá maður.. I feel your pain. Þar sem að ég er fellow redhead þá kannast ég við þetta.. gerði sömu mistök þegar ég fór fyrst í ljós.. vissi reyndar alveg hvað ég var að gera og ákvað að vera bara allan tíman.. endaði ekki vel :burn:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:15 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 26. Nov 2003 21:57
Posts: 598
Location: Reykjavík
Úff, ég hef brunnið svo illa, reyndar ekki í ljósabekk, en sjet. Þetta er versti sársauki sem til er. Mann klæjar allstaðar og ef maður klórar sér þá dettur skinnið næstum af.

_________________
318iA - 290.000 km and stopped counting
540 e39 Shadowline - Fjölskyldubíllinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:15 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Myndir! Myndir! :lol:

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
:rofl: en, vonandi hljótið þið ekki varanlegan skaða !!!!

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:21 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Image

Hérna er mynd sem ég smellti af Kristjáni í hádeginu.
Ekkert sem sterafeiti og íbúfen bjargar ekki :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Image

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 16:37 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
ég finn þvílíkt með þér en stóðst ekki mátið að skellihlæja allann lesturinn, þú ert góður penni maður :lol: en auðvitað er svakalegt að lenda í svona - að sjálfsögðu hefur maður lennt í svipuðu en ég hef nú ekki farið í ljós síðan á síðustu öld og vona að flestir láti þennan hégóma eiga sig :wink:

En svo er gott að vita afhverju Kárahnjúkavirkjun var byggð - augljóslega fyrir þessa sólbaðsstofu...

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 16. Feb 2006 18:06 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. May 2004 13:27
Posts: 1258
hef farið 3 í ljós í nýja bekki og alltaf í 20 mín, brann smá fyrst en svo var það allt í lagi.. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 15 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group